Viðskipti innlent

Stað­festa frá­vísun vegna stefnu Sam­skipa í samráðsmáli

Atli Ísleifsson skrifar
Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða 1,5 milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni.
Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða 1,5 milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur á máli sem Samskip höfðaði gegn Eimskip og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips í apríl 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar, en héraðsdómur vísaði stefnunni frá í desember síðastliðinn og áfrýjaði Samskip málinu til Landsréttar. Í málinu var krafa var gerð um viðurkenningu bótaskyldu vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið 2021.

Ekki var kveðið á um fjárhæðina í málinu en lögmaður Samskipa sagði í apríl 2024 að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna.

Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða 1,5 milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna á síðasta ári.

Í umræddri stefnu var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann.


Tengdar fréttir

Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa í úrskurði sínum í dag. Þar er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna í ríkissjóð og 100 milljón króna sekt fyrir að brjóta gegn upplýsingaskyldu.

Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×