Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga G. Baldursdóttir skrifa 29. apríl 2025 14:00 Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Samskiptasáttmáli er sameiginlegt plagg starfsfólks um það hvernig samskipti eiga fara fram á vinnustað. Þótt margir telji hugmyndina vera nýstárlega má rekja uppruna hennar til áttunda áratugar síðustu aldar þegar aukin áhersla varð á vinnuvernd í alþjóðasamfélaginu. Eins og með margt í okkar samfélagi er fólk gjarnt á að mynda sér skoðanir, meðal annars um gagnsemi samskiptasáttmála á vinnustað. Mörg telja sáttmála vera óþarfa þar sem fullorðið fólk eigi að þekkja leikreglur að virðingaríkum og öruggum samskiptum. Staðreyndin er hins vegar sú að blæbrigði og hæfni til samskipta er margvísleg og fyrir mörg er einstaklega gagnlegt að hafa plagg sem hægt er að vísa í, eða læra af. Önnur telja sáttmála vera óþjált verkfæri sem hafi tilhneigingu til þess að verða rykugt skúffuskjal sem gleymist í amstri hversdagsins. Slíkt getur sannarlega verið raunin en þá er gott að minna á að útfærsla við hönnun samskiptasáttmálans skiptir miklu máli. Hér verður stiklað á stóru þegar kemur að víðtækum áhrifum samskiptasáttmála og hvernig farsælast er að vinna slíkt plagg. Samskiptasáttmáli stuðlar að sálfélagslegu öryggi Sálfélagslegt öryggi vísar til þess að starfsfólk upplifir vinnustaðinn sinn öruggan og að það geti fyrir vikið tjáð sig eða gert mistök án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta þýðir að vinnustaðurinn leggur áherslu á að menning, verklag og aðstæður séu til þess fallnar að styðja við velferð og öryggi starfsfólks og að gripið sé til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir vandkvæði líkt og samskiptavanda og óhóflega streitu. Með samskiptasáttmála eru tekin skref í átt til þess að skapa slíkt umhverfi þar sem öll vita til hvers er ætlast. Samskiptasáttmáli dregur úr áhættuþáttum EKKO Samkvæmt reglugerð 1009/2015 um forvarnir gegn einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO), ber öllum vinnustöðum skylda til að skapa öryggi í samskiptum og viðhafa viðbragðsáætlun í málaflokknum sem starfsfólk hefur aðgang að. Samskiptasáttmáli er frábær forvörn í málaflokknum. Með skriflegum leikreglum má draga úr áhættuhegðun, efla traust og stuðla að sameiginlegum skilningi á því hvernig við mætum hvert öðru með virðingu og ábyrgð að leiðarljósi. Samskiptasáttmáli hefur jákvæð margfeldisáhrif Einn mikilvægur ávinningur við virkan samskiptasáttmála á vinnustað er aukin starfsánægja. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hluti af vinnustað og væntingar í samskiptum eru skýrar og viðurkenndar, aukast líkur á starfsánægju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfsánægju benda til þess að starfsfólk sem upplifir heiðarleg og jákvæð samskipti, sýnir hærri framleiðni í vinnuframlagi og er í betri tengslum við samstarfsfólk. Samskiptasáttmáli á vinnustað leggur því grunn að góðum starfsanda. Samskiptasáttmáli sem er ekki skúffuplagg Þrjár lykilreglur eru undirstaða að góðum samskiptasáttmála: Öll þurfa koma að gerð hans: Til að samskiptasáttmáli verði árangursríkur er mikilvægt að allt starfsfólk séu virkir þátttakendur í ferlinu við að móta sáttmálann, svo að öll hafi tækifæri til að leggja til málanna sína skoðun og sýn. Með því aukum við líkur á að starfsfólk upplifi ákveðið eignarhald á sáttmálanum og virðing fyrir útkomunni verður meiri. Endurskoðun með reglulegu millibili. Það er gefið að vinnuumhverfi breytist reglulega, fólk kemur og fer og verkefnin sömuleiðis. Regluleg endurskoðun hefur því forvarnargildi og tryggir það að leikreglunum sé haldið á lofti. Hlutlaus aðili leiðir vegferðina. Ein leið til að tryggja að sáttmálinn verði virkur hluti af menningu vinnustaðarins er að fá inn fagaðila sem geta stutt við ferlið við að móta sáttmálann. Fagaðilar með sérþekkingu á samskiptum, mannauðsstjórnun og teymisvinnu eru góðir í að ná fram öllum sjónarmiðum starfsfólks og tryggja að sáttmálinn endurspegli raunverulega þarfir og viðhorf innan hópsins. Með því aukum við líkur á að sáttmáli verði viðurkenndur og samþykktur af öllum og að hann verði virk áætlun sem styrkir vinnustaðarmenninguna. Samskiptasáttmáli er stórgott verkfæri fyrir alla vinnustaði þar sem hann skapar grunn fyrir heilbrigð samskipti, aukið traust og starfsánægju. Gott er að hafa í huga að vinna við samskiptasáttmála er einnig gagnleg þegar samskiptin eru góð því ávinningurinn felst í því að skapa öryggisnet sem stuðlar að því að starfsfólk tali opinskátt, vinni saman að sameiginlegum markmiðum og ákvarði samskiptaleiðir ef út af bregður. Höfundar eru stjórnendaráðgjafar, sáttamiðlarar og sérfræðingar í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar