Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 19:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til máls á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“ Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“
Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira