Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 16:38 Oscar og Sonja sem hefur gengið honum í móðurstað hér á Íslandi. Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns. Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira