Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 28. apríl 2025 14:52 Alls starfa fjórir á hrefnuveiðiskipinu Halldóri Sigurðssyni ÍS. Flateyrarhöfn Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS. „Við höfum leyfi til hrefnuveiði við strendur Íslands, og þar með talið Ísafjarðardjúp,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Leyfið er gefið út til fimm ára og framlengist árlega um eitt ár. Heimilt er að flytja allt að 20 prósent af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fjallað var um það í frétt RÚV í gær að Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi sent tillögu til ráðherra um að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala. Gunnar segist hafa séð þessar fréttir. Hann muni veiða við Ísafjarðardjúp í sumar, sem og annars staðar. Hrefna ekki veidd frá 2021 Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. „Við byrjum á einni. Það er ein í einu,“ segir Gunnar. Eftir að Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., greindi frá því í upphafi mánaðar að hann ætlaði ekki að veiða langreyð er Gunnar sá eini sem er með gilt leyfi til veiða. Gunnar segir ekki útilokað að fleiri sæki um leyfi til hrefnuveiða. „Það er hugsanlegt. Þeir sem hafa áhuga geta sótt um leyfi.“ Selur hrefnuna á innlendan markað Gunnar segir nokkra eftirspurn eftir hrefnukjöti og hann horfi til innlends markaðar. „Það er hugmyndin,“ segir hann um að selja hrefnuna hér. Spurður hvort hann sé stressaður fyrir mótmælum vegna veiðanna segist Gunnar ekki búast við mikilli andstöðu við þeim en viðurkennir þó að það séu skiptar skoðanir. Gunnar vill ekki fara út í það hvernig hrefnurnar eru veiddar. Það sé sama aðferð og í gegnum tíðina. „Það eru miklar kröfur gerðar til veiðanna og það er lykilatriði að hafa velferð dýranna í huga. Það eru mjög miklar kröfur gerðar til okkar,“ segir hann og að það gildi til dæmis um aflífunartímann og að hann sé stuttur. „Veiðarnar hefjast í sumar og það er hrefna við strendur landsins langt fram á haust.“ Spenna fyrir vestan Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ. „Við erum í mjög góðu sambandi við fólkið á svæðinu. Ég finn fyrir mjög miklum velvilja á Ísafirði og það er mikill spenningur meðal Vestfirðinga að fá hrefnukjöt í sumar.“ Hvalir Hvalveiðar Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
„Við höfum leyfi til hrefnuveiði við strendur Íslands, og þar með talið Ísafjarðardjúp,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Leyfið er gefið út til fimm ára og framlengist árlega um eitt ár. Heimilt er að flytja allt að 20 prósent af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fjallað var um það í frétt RÚV í gær að Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi sent tillögu til ráðherra um að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala. Gunnar segist hafa séð þessar fréttir. Hann muni veiða við Ísafjarðardjúp í sumar, sem og annars staðar. Hrefna ekki veidd frá 2021 Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. „Við byrjum á einni. Það er ein í einu,“ segir Gunnar. Eftir að Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., greindi frá því í upphafi mánaðar að hann ætlaði ekki að veiða langreyð er Gunnar sá eini sem er með gilt leyfi til veiða. Gunnar segir ekki útilokað að fleiri sæki um leyfi til hrefnuveiða. „Það er hugsanlegt. Þeir sem hafa áhuga geta sótt um leyfi.“ Selur hrefnuna á innlendan markað Gunnar segir nokkra eftirspurn eftir hrefnukjöti og hann horfi til innlends markaðar. „Það er hugmyndin,“ segir hann um að selja hrefnuna hér. Spurður hvort hann sé stressaður fyrir mótmælum vegna veiðanna segist Gunnar ekki búast við mikilli andstöðu við þeim en viðurkennir þó að það séu skiptar skoðanir. Gunnar vill ekki fara út í það hvernig hrefnurnar eru veiddar. Það sé sama aðferð og í gegnum tíðina. „Það eru miklar kröfur gerðar til veiðanna og það er lykilatriði að hafa velferð dýranna í huga. Það eru mjög miklar kröfur gerðar til okkar,“ segir hann og að það gildi til dæmis um aflífunartímann og að hann sé stuttur. „Veiðarnar hefjast í sumar og það er hrefna við strendur landsins langt fram á haust.“ Spenna fyrir vestan Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ. „Við erum í mjög góðu sambandi við fólkið á svæðinu. Ég finn fyrir mjög miklum velvilja á Ísafirði og það er mikill spenningur meðal Vestfirðinga að fá hrefnukjöt í sumar.“
Hvalir Hvalveiðar Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10