Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 14:22 Reikna má með því að verð á jarðefnaeldsneytisknúnum fólksbílum hækki eftir áramót ef tillögur fjármálaráðherra um vörugjöld verður að veruleika. Vísir/Vilhelm Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira