30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2025 06:02 Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun