„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 19:01 Heiðar Smith formaður fangavarða segir fangelsin á landinu sprungin. Vísir Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum. Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum.
Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira