Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 15:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vinnur að frumvarpi um öryggisráðstafanir sem tekur við hjá einstaklingum sem hafa verið metnir stórhættulegir og eru að ljúka afplánum í fangelsum landsins. Búist er við að úrræðið verði tilbúið næsta haust. Vísir Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira