Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 15:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vinnur að frumvarpi um öryggisráðstafanir sem tekur við hjá einstaklingum sem hafa verið metnir stórhættulegir og eru að ljúka afplánum í fangelsum landsins. Búist er við að úrræðið verði tilbúið næsta haust. Vísir Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira