Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 20:40 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjórI Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira