Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 12:05 Fjölmenn mótmæli brutust út á Gasa 26. mars síðastliðinn. Getty Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira