„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 11:02 Rúnar Kárason vinnur hjá Sérverk á milli handboltaæfinga. Hann hefur notið þess vel að miðla til ungs liðs Fram sem hefur leikið afar vel í vetur. Vísir/Ívar Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira