Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 19:20 Örvar skoraði tvö. Vísir/Anton Brink Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira