Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 18:23 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Vísir/Sigurjón Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki. Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki.
Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira