Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 09:20 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, telur mikilvægt að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. Þar sé til dæmis átt við upplýsingar um þátttöku og árangur nemenda í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans. Þá verði skólum heimilt að líta til kyns, hafa aðrar reglur um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Þetta segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra í aðsendri grein á Vísi. Í frumvarpinu er lagt til að við ákvörðun um innritun nemenda verði auk námsárangurs hægt að líta til „annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Óttast að breytingin dragi úr námsárangri Nokkur umræða hefur skapast um frumvarpið en til að mynda hefur Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnt fyrirætlanirnar. Telur hann að breytingin geti leitt til þess að það dragi úr námsárangri í framhaldsskólum. „Það má margt segja um einsleitni og fjölbreytileika og annað eins og ég tel ekkert alltaf að þessum hugtökum sé beitt alveg eðlilega í þessu sambandi. Markmið skólanna og framhaldsskólanna er að veita eins góða menntun og kostur er á. Svo getur fólk haft á því skoðun að þetta eigi að vera hugmyndafræðileg verkfæri í alls konar öðrum tilgangi,“ sagði Snorri í Kastljósinu á RÚV á þriðjudag. Verzlunarskóli Íslands hefur verið eftirsóttasti framhaldsskóli landsins síðustu ár. vísir/vilhelm Mikilvægt að jafna tækifæri nemenda Í frumvarpi mennta- og barnamálaráðherra kemur fram að mikilvægt sé að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Því sé tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla. Fjölbreytni meðal framhaldsskólanema hafi aukist undanfarin ár, meðal annars með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfi sérstakan stuðning. Guðmundur Ingi segir í grein sinni á Vísi einnig mikilvægt að horfa til ákvæða stjórnarskrárinnar um að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá standi til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem feli í sér að gæta þurfi að réttindum fatlaðra þegar kemur að menntun. Ráðherrann bendir á að Umboðsmaður Alþingis hafi kallað eftir því árið 2010 að þingið taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skuli við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Leggur áherslu á að námsframboð verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda „Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta,“ skrifar Guðmundur Ingi. Þá sé lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þar með talið til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér sé til dæmis átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. „Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Framhaldsskólar Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Þar sé til dæmis átt við upplýsingar um þátttöku og árangur nemenda í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans. Þá verði skólum heimilt að líta til kyns, hafa aðrar reglur um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Þetta segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra í aðsendri grein á Vísi. Í frumvarpinu er lagt til að við ákvörðun um innritun nemenda verði auk námsárangurs hægt að líta til „annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Óttast að breytingin dragi úr námsárangri Nokkur umræða hefur skapast um frumvarpið en til að mynda hefur Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnt fyrirætlanirnar. Telur hann að breytingin geti leitt til þess að það dragi úr námsárangri í framhaldsskólum. „Það má margt segja um einsleitni og fjölbreytileika og annað eins og ég tel ekkert alltaf að þessum hugtökum sé beitt alveg eðlilega í þessu sambandi. Markmið skólanna og framhaldsskólanna er að veita eins góða menntun og kostur er á. Svo getur fólk haft á því skoðun að þetta eigi að vera hugmyndafræðileg verkfæri í alls konar öðrum tilgangi,“ sagði Snorri í Kastljósinu á RÚV á þriðjudag. Verzlunarskóli Íslands hefur verið eftirsóttasti framhaldsskóli landsins síðustu ár. vísir/vilhelm Mikilvægt að jafna tækifæri nemenda Í frumvarpi mennta- og barnamálaráðherra kemur fram að mikilvægt sé að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Því sé tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla. Fjölbreytni meðal framhaldsskólanema hafi aukist undanfarin ár, meðal annars með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfi sérstakan stuðning. Guðmundur Ingi segir í grein sinni á Vísi einnig mikilvægt að horfa til ákvæða stjórnarskrárinnar um að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá standi til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem feli í sér að gæta þurfi að réttindum fatlaðra þegar kemur að menntun. Ráðherrann bendir á að Umboðsmaður Alþingis hafi kallað eftir því árið 2010 að þingið taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skuli við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Leggur áherslu á að námsframboð verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda „Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta,“ skrifar Guðmundur Ingi. Þá sé lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þar með talið til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér sé til dæmis átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. „Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Framhaldsskólar Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira