Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 09:20 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, telur mikilvægt að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. Þar sé til dæmis átt við upplýsingar um þátttöku og árangur nemenda í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans. Þá verði skólum heimilt að líta til kyns, hafa aðrar reglur um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Þetta segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra í aðsendri grein á Vísi. Í frumvarpinu er lagt til að við ákvörðun um innritun nemenda verði auk námsárangurs hægt að líta til „annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Óttast að breytingin dragi úr námsárangri Nokkur umræða hefur skapast um frumvarpið en til að mynda hefur Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnt fyrirætlanirnar. Telur hann að breytingin geti leitt til þess að það dragi úr námsárangri í framhaldsskólum. „Það má margt segja um einsleitni og fjölbreytileika og annað eins og ég tel ekkert alltaf að þessum hugtökum sé beitt alveg eðlilega í þessu sambandi. Markmið skólanna og framhaldsskólanna er að veita eins góða menntun og kostur er á. Svo getur fólk haft á því skoðun að þetta eigi að vera hugmyndafræðileg verkfæri í alls konar öðrum tilgangi,“ sagði Snorri í Kastljósinu á RÚV á þriðjudag. Verzlunarskóli Íslands hefur verið eftirsóttasti framhaldsskóli landsins síðustu ár. vísir/vilhelm Mikilvægt að jafna tækifæri nemenda Í frumvarpi mennta- og barnamálaráðherra kemur fram að mikilvægt sé að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Því sé tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla. Fjölbreytni meðal framhaldsskólanema hafi aukist undanfarin ár, meðal annars með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfi sérstakan stuðning. Guðmundur Ingi segir í grein sinni á Vísi einnig mikilvægt að horfa til ákvæða stjórnarskrárinnar um að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá standi til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem feli í sér að gæta þurfi að réttindum fatlaðra þegar kemur að menntun. Ráðherrann bendir á að Umboðsmaður Alþingis hafi kallað eftir því árið 2010 að þingið taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skuli við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Leggur áherslu á að námsframboð verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda „Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta,“ skrifar Guðmundur Ingi. Þá sé lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þar með talið til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér sé til dæmis átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. „Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Framhaldsskólar Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þar sé til dæmis átt við upplýsingar um þátttöku og árangur nemenda í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum og upplýsingar sem varpa ljósi á áhuga nemandans. Þá verði skólum heimilt að líta til kyns, hafa aðrar reglur um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. Þetta segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra í aðsendri grein á Vísi. Í frumvarpinu er lagt til að við ákvörðun um innritun nemenda verði auk námsárangurs hægt að líta til „annarra upplýsinga sem nemandinn lætur skólanum í té, og sjónarmiða sem tengjast skólasamfélagi viðkomandi skóla, þ.m.t. sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Óttast að breytingin dragi úr námsárangri Nokkur umræða hefur skapast um frumvarpið en til að mynda hefur Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnt fyrirætlanirnar. Telur hann að breytingin geti leitt til þess að það dragi úr námsárangri í framhaldsskólum. „Það má margt segja um einsleitni og fjölbreytileika og annað eins og ég tel ekkert alltaf að þessum hugtökum sé beitt alveg eðlilega í þessu sambandi. Markmið skólanna og framhaldsskólanna er að veita eins góða menntun og kostur er á. Svo getur fólk haft á því skoðun að þetta eigi að vera hugmyndafræðileg verkfæri í alls konar öðrum tilgangi,“ sagði Snorri í Kastljósinu á RÚV á þriðjudag. Verzlunarskóli Íslands hefur verið eftirsóttasti framhaldsskóli landsins síðustu ár. vísir/vilhelm Mikilvægt að jafna tækifæri nemenda Í frumvarpi mennta- og barnamálaráðherra kemur fram að mikilvægt sé að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi. Því sé tilefni til að skýra og eftir atvikum styrkja lagastoð reglna um innritun í framhaldsskóla. Fjölbreytni meðal framhaldsskólanema hafi aukist undanfarin ár, meðal annars með fjölgun nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og nemenda sem vegna fötlunar eða annarra ástæðna þurfi sérstakan stuðning. Guðmundur Ingi segir í grein sinni á Vísi einnig mikilvægt að horfa til ákvæða stjórnarskrárinnar um að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Þá standi til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem feli í sér að gæta þurfi að réttindum fatlaðra þegar kemur að menntun. Ráðherrann bendir á að Umboðsmaður Alþingis hafi kallað eftir því árið 2010 að þingið taki afstöðu til þeirra meginatriða sem fylgja skuli við innritun nemenda í framhaldsskóla á öðrum grundvelli en námsárangri. Leggur áherslu á að námsframboð verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda „Heimild til að líta til annarra þátta en einkunna er nú þegar til staðar í reglugerð en með frumvarpinu er verið að renna lagastoðum undir verklag sem nú þegar er við lýði í framhaldsskólum landsins. Námsárangur mun áfram skipta máli en með þessu erum við að senda skýr skilaboð um að þegar það á við má líta til annarra þátta,“ skrifar Guðmundur Ingi. Þá sé lagt til að heimilt verði að líta til sjónarmiða sem tengjast skólasamfélaginu, þar með talið til að vinna gegn einsleitni í nemendahópum. Hér sé til dæmis átt við að við innritun sé heimilt að líta til kyns, að aðrar reglur gildi um námsárangur þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og taka tiltekinn fjölda nemenda með langvarandi stuðningsþarfir inn í skóla. „Sem mennta- og barnamálaráðherra legg ég áherslu á að námsframboð í framhaldsskólum verði í samræmi við óskir og þarfir nemenda þannig að allir nemendur fái aðgang að námi sem þeir kjósa sér. Við innritun í framhaldsskóla nú er litið til námsárangurs og verður það þannig áfram, m.a. á grundvelli nýs matsferils,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Framhaldsskólar Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent