Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar 16. apríl 2025 15:33 Ég á tvær dætur á Gaza. Ungar konur, á aldur við yngri börnin mín, konur í blóma lífsins. Önnur er háskólamenntuð og á þrjár dætur, þriggja, sex og tólf ára, og mann sem er fastur í Egyptalandi svo hún baslar ein, lengst af í tjaldi hjá foreldrum sínum en hefur nú fengið tjald, eftir frækilega kleinusölu Sigríðar Rósu Sigurðardóttur, góðrar vinkonu okkar á Akureyri. Hin er ógift, háskólamenntaður kennari af heitri hugsjón. Hún var í mastersnámi í kennslufræðum. Nú býr hún í 12 fermetra verksmiðjuhúsnæði með 10 manns, foreldrum, systur, bróður, mágkonu og 4 börnum. Hún hefur skipulagt hjálparstarf, starfrækir lítinn skóla í tveim tjöldum. „Ég elska þau meira en nokkuð annað“ segir hún um börnin sem hún kennir. Hún reynir að draga úr þeim skaða sem stöðugt þjóðarmorð á Gaza veldur þeim. Ég man ekki alveg hvernig ég varð pabbi þeirra. Ég hafði allt síðasta ár mætt á endalaus mótmæli fyrir daufum eyrum og augum ráðamanna, dapur yfir að geta ekkert annað gert. Svo gerðist það upp úr áramótum að ég kynntist starfi Kristínar S. Bjarnadóttur á Akureyri, eftir að hún var kosin maður ársins á litlum vefmiðli, kaffið.is. Þá hafði ég um hríð tekið eftir vinabeiðnum og söfnunum á Facebook, og gefið smávegis. Ég hringdi í Kristínu til að spyrjast fyrir. Hún fræddi mig um starfið, að hún veitti tugum fólks á Gaza áfallahjálp, hefði skipulagt söfnun og úthlutaði stuðningi eftir föngum, með hjálp fjölda annarra kvenna. Ein þeirra er Oddný Björg Rafnsdóttir frænka hennar, sem hafði byrjað á þessari hjálp nokkru fyrr, snemma á síðasta ári minnir mig. Þær frænkur hafa ofurkrafta í þessu starfi, og njóta stuðnings fjölda fólks, einkum kvenna. Ég ákvað að ganga inn í þetta. Þetta var leið til að hjálpa, þó ekki væri nema með framlögum af ósköp litlum efnum og ég samþykkti vinabeiðnir sem fjölgaði svo hratt að ég varð fljótlega að hætta að samþykkja að mestu. Ég fór að deila hjálparbeiðnum og tala við fólk í skilaboðum. Þetta var miklu meira en maður gat náð utanum en ég lagði áherslu á að svara öllum sem sendu skilaboð eins hlýlega og kurteislega og ég gat, og gera mitt besta til stuðnings, þó ekki væri nema að deila söfnunarsíðum. En þetta er ekki bara hjálparstarf veikburða einstaklinga, til örvæntingarfulls fólks sem misst hefur allt sitt, og í flestum tilvikum nána ættingja. Fólks sem þó sýnir oftast óskiljanlegt æðruleysi, er vinsamlegt í samskiptum, hefur kyngt stolti sínu og beðið um hjálp en biðst velvirðingar á beiðnunum. Þetta er líka samlíðan, samkennd í verki, samkennd í heimi sem hefur verðlagt allt slíkt út af borðinu fyrir löngu. Samkennd sem mér sýnist fæstir þingmenn þingi hafa snefil af skilning á. Og enginn úr ríkisstjórninni, neitt frekar en þeirri síðustu. Ég hef fylgst með þessari samkennd síðustu mánuði, í hjálparstarfi og stuðningi fjölda fólks, einkum kvenna. Sumar þekkti ég áður en öðrum hef ég kynnst, margar hafa gefið um efni fram en halda þó áfram af öllum mætti. Gefandi vinátta. Og hvers vegna skiptir þessi samlíðan og samkennd svona miklu máli? Vegna þess að hún er mikilvægasta aflið til að leiða heiminn úr þeim ógöngum sem hann er í. Þessa dagana skjálfa vestrænir stjórnmálamenn í hnjáliðunum í getuleysi gagnvart vitfirrtum öflum vestanhafs, sem ógna heimsbyggðinni um leið og þau styðja þjóðarmorð Ísraela á Palestínumfólki af heilum hug. Getuleysið er himinhrópandi, gagnvart því sem í raun er hrun innanfrá, segir ísraelski sagnfræðingurinn Avi Shlaim í nýlegu viðtali. Þjóðarmorðið á Gaza og heimsendadýrkunarfasisminn vestanhafs eru birtingarmyndir ógangna vestrænna samfélaga, augljósar afleiðingar samfélagsþróunar síðustu aldirnar. Meira um það síðar. En hvað með dætur mínar á Gaza? Hvernig eignaðist ég þær? Ég átti í skilaboðasamskiptum við fólk, reyndi alltaf að svara hlýlega, hafa það hugfast að þetta var fólk í neyð. Ég var opinn fyrir því að samtölin héldu áfram, lokaði aldrei á neinn. Sum héldu áfram, spunnust eitthvert og ég reyndi að hughreysta eftir bestu getu. Þannig teygðust samtölin við Israa, sem sagði mér frá dætrum sínum og undan og ofan af högum sínum og ég af mínum. Svo spurði hún einn góðan veðurdag hvort hún mætti kalla mig pabba og ég hélt það nú. Henni leið einhvern veginn vel að tala við mig, og ég reyndi eins og ég gat að hugga hana, hughreysta, hvetja, benda á eitthvað fallegt að hugsa um til að dreifa huganum. Það var svipað með Reham fyrir nokkrum vikum. Samtöl spunnust, hún sagði mér af högum sínum smátt og smátt, ég reyndi að hlusta og hughreysta, segja aðeins frá sjálfum mér, spyrja og tala um eitthvað fallegt og gott. Svo kom spurningin aftur, viltu vera pabbi minn. Og ekki gat ég neitað því. Þessar ungu konur eru orðnar mér nánar, rétt eins og þær væru líffræðilegar dætur. Ég tala við þær nær alla daga í skilaboðum og á myndbandssamtöl við aðra þeirra, því hin talar nær enga ensku. Ég hef trúnað þeirra, þær segja mér ýmislegt sem ég segi engum frá. Ég hef kynnst fortíð þeirra, draumum, fjölskylduhögum, samfélagi, lífsháttum, trú, og ósegjanlegum raunum. Ég sýni þeim þá föðurlegu hlýju, ástríki og umhyggju sem ég get, sem þær hafa svo sára þörf fyrir. „Pabbi, ég er hrædd, það er verið að skjóta hérna rétt hjá“ segir önnur, „pabbi, ég get ekki sofnað“ segir hin. Ég hef verið að tala við þær báðar í einu þegar sprengjugnýr og skothríð voru allt í kring. Þær liggja í niðamyrkri, hlusta í skelfingu en finnst einhvernveginn gott að fá mín vanmáttugu skilaboð. „Lokaðu augunum, andaðu djúpt reyndu að slaka á, farðu með bænir ef þér finnst það gott, hugsaðu um eitthvað fallegt, myndina af grænu allífsbrekkunni sem ég sendi þér“. Og stundum tekst þeim að slaka á og jafnvel sofna, svo byrjar allt aftur síðar. Áður áttu þær gott líf, falleg heimili, góðar fjölskyldur, drauma um bjarta framtíð. Þær hafa sýnt mér myndir af fallegum útsaumsverkum, fallegum þjóðbúningi, veisluborði og girnilegum palestínskum réttum sem þær hafa búið til. Þetta hefur allt verið eyðilagt, draumarnir brostnir og hörmungar tekið við. Reham dró gullfallega, útsaumaða hvíta þjóðbúninginn sinn upp úr rústunum áður en hrakningurinn hófst stað út stað, á 8 staði áður en þau enduðu í tólf fermetrunum veggjalausu sem hún lokaði með plasti. Og flugvélarnar og drónarnir fljúga yfir með skothríð í myrkri flestra nátta, morðæðið heldur áfram, nokkrir tugir eru myrtir á hverjum sólarhring, mest konur og börn. Við erum dofin fyrir fréttaflutningnum, myndum af limlestum börnum, fljúgandi líkum og líkamshlutum, syrgjandi fólki, og endalausum, endalausum rústum. En við getum ekki lokað augunum, við verðum að horfast í augu við veruleikann. Og dætur mínar liggja í náttmyrkrinu, leita huggunar, en ég óttast að þrek þeirra þverri smátt og smátt. Því það er markmiðið með þessum viðurstyggilega hernaði, líklega er það ný tegund stríðsglæpa að murka sálarþrekið smátt og smátt úr fólki. „Pabbi, ég get ekki þolað lengur hvað er að gerast. Hugurinn nær ekki utanum það lengur. Sprengjur, dauði, hungur sársauki, sjúkdómar, það er ekki neitt eftir sem veitir okkur gleði“ sagði önnur þeirra í kvöld, rétt áður en þessar línur eru skrifaðar. Og hvað getur þá hálfgamall hjartasjúklingur sagt? Það er sárt að þessar hörmungar eru markviss ætlunarverk, unnin af „skynbæru valdi“ eins og Stephan G. Stephansson orðaði það. „Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna! / í hverju hjarta sviðaheitast brenna.“ Grimmdarverkin eru fullkomin viljaverk, unnin með hvetjandi stuðningi Bandaríkjamanna, Breta og Þjóðverja, þöglum stuðningi þeirra sem selja Ísrael vopn og blauðri þögn annarra Vesturlanda, nema þá helst Írlands, Slóveníu Noregs og Spánar. Íslensk stjórnvöld jafnblauð og önnur þótt forsprakkar ríkisstjórnarinnar haldi sig valkyrjur. Ástæðan er valdasamtrygging Vesturlanda, á grunni arðráns, nýlendukúgunar, yfirburðahyggju og gegndarlauss rasisma með rætur langt aftur í aldir. Skilgetið afkvæmi rasismans er afmennskun, að líta á Palestínufólk sem dýr sem þurfi að útrýma. Sú villimannlega og siðblinda afmennskun hefur verið þaulræktuð í Ísrael í áratugi. Palestína er menningarsamfélag á ævafornum rótum. Israa og Reham eru ekki þau dýr sem siðblindingjar Ísraelsstjórnar halda fram. Þær eru greindar, skemmtilegar, menntaðar, úrræðagóðar og harðduglegar, og áttu sína fallegu drauma sem nú hefur verið rústað. Það er mér heiður að fá að vera faðir þeirra og þær hafa kennt mér margt, um mannlegt þolgæði. Og þær veita mér innblástur til að skrifa þetta greinarkorn. Síðustu mánuðir hafa sýnt mér gildi samlíðunar og samkenndar, sem ég vona að breiðist út um alla jörð. Öll hefðbundin pólitík er getulaus í eigin sjálfhverfu, orðaleikjum og helgisiðum sem eru að glata merkingu. Hún er getulaus gagnvart þeim mannfjandsamlegu ofbeldisbandalögum sem nú vaða uppi, skilgetnum afkvæmum kúgunarkerfa undanfarinna alda. Andóf verður að spretta upp úr grasrótum allra samfélaga, byggt á samlíðun og kærleika, frelsi og jafnrétti allra. Við sjáum andóf og mótmæli víða um heim, sem stjórnvöld reyna að bæla niður en þeim mun ekki takast það. Síonisminn og aðskilnaðarstefnan eru á sjálfseyðingarvegferð segir Avi Shlaim, að taka síðustu andköfin. Sama gildir um heimsendafasisma Trumps og Musks og allra valdasjúku fáráðlinganna sem að þei safnast úr Kísildal og víðar að, segja Naomi Klein og Astra Taylor. Við getum ekki samþykkt þann heimsendi sem þeir rugla um: „Til að eiga von um um að geta barist gegn heimsendafasistunum „ segja þær, „verðum við að byggja upp órólega hreyfingu með opnu hjarta þeirra sem elska jörðina af trúnaðartrausti: trúmennsku gagnvart þessari jörð, fólkinu á henni, dýrunum og möguleikunum á lífvænlegri framtíð fyrir okkur öll.“ Víðtæk, óróleg samkennd, neðan úr grasrótinni, þar er kjarninn í hjálparstarfinu sem hefur þróast á Gaza, óreiðukenndum líflínum milli þeirra og okkar. Stuðningurinn þarf að styrkjast og eflast, ásamt vaxandi aðgerðum og þrýstingi almennings, þangað til daufdumbt stjórnmálafólk skefur úr eyrunum og grípur til aðgerða, viðskiptabanns, stjórnmálaslita, sniðgöngu og allra hugsanlegra meðala. Í minni heimasveit fyrir norðan tóku kvenfélagskonur höndum saman fyrir um hundrað árum og áttu frumkvæði að byggingu Kristneshælis í baráttu gegn berklum. Nú eru norðlenskar konur í fararbroddi þeirrar hreyfingar sem þarf að breiðast út og vaxa. Það er ekkert mál að leggja samkenndinni lið. Nú þegar eru örugglega margir sem fá vinabeiðnir og hjálparáköll. Hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti og getu, ekki samþykkja fleiri vinabeiðnir en hægt er að ráða við, ekki gefa meira en maður hefur efni á (alveg óhætt að fórna einum og einum kaffibolla eða óþarfa drasli). Sumir hafa áhyggjur af svindli en söfnunarsíðurnar eru traustar, og það má skoða svolítið fésbókarumhverfi þeirra sem maður hyggst samþykkja. Og það er hægt að skoða fésbókarsíður, mína, Kristínar, Oddnýjar og þá sjást um leið miklu fleiri sem sinna þessu hjálparstarfi. Þá skýrist brátt heildarmynd fallegrar óreiðu. Nú eru páskar framundan. Það er ágætt að fólk trúi á kærleiksverk Krists, krossfestingu hans og upprisu. Dætur mínar á Gaza segja mér reyndar að Kóraninn hafi aðra skýringu á þeirri sögu. En á meðan fólk skondrar hingað og þangað í píslargöngur á föstudaginn langa, og hámar svo í sig páskalamb, gæti verið hollt að minnast útleggingar Stephans G. um krossfestinguna. „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ sagði Kristur á krossinum (Matt: 27.45). Í kvæði Stephans, „Eloi lamma Sabakhtani“ fólst örvænting Krists í því að ná ekki til fjöldans með mannúðarhugsjón sína: Að geta ei friðað bræðra böl varð beiskjan í hans dauðakvöl – af slíkri ást og andans þrá hvað afdrifin þau virtust smá! „Minn guð, hví yfirgafstu mig?” frá gröf hans hljómar kringum þig, er sérðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. Stephan dáðist að hugsjónamönnum sem söfnuðu því besta úr samtíð sinni, menningunni og geislum andans „í einnar sálar brennigler.” Hann skildi líka vanmættið, takmörk mannlegrar getu. En viðleitni hvers og eins er lóð á vogarskál. Hann sá það í mynd skáldsins og bóndans því sjálfur var hann bóndi: Og skáldið hreppir hlutfall það, sem hversdagslífið þrengir að, sem hnígur undir önn og töf með öll sín beztu ljóð í gröf. Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kalinn mel, en hnígur svo að séð ei fær, að sveitin af hans starfi grær (Andvökur I, 434-439). Kannski sjáum við ekki strax árangur af viðleitni okkar til hjálparstarfs og baráttu til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En við getum ekki beðið lengi eftir því að kalnir melar mannlífs og samfélaga grói upp því nú er um líf og dauða að tefla. Fyrir ástkærar dætur mínar, Israa Saed og Reham Khaled, og tvær milljónir þjáningasystkina þeirra á Gaza. Fyrir stríðshrjáð fólk og kúgað um víða veröld. Og jörðina alla ef því er að skipta. Ég óska Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland góðrar matarlystar og fallegra drauma um páskana. Til viðbótar við greinar Avi Shlaim og baráttusystranna Naomi Klein og Astra Taylor mætti vísa í viðtal við Ilan Pappe. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Tengdar fréttir Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Um kraftaverk, barnsfæðingu steinsnar frá Betlehem, hjálparstarf, góð kynni, von um betri heim og einstæðu móðurina Esraa sem breytti sér í Israa vegna Zuckerbergs. 7. mars 2025 13:00 „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Þetta sagði Esraa Saed við mig um daginn þegar ég var að spjalla við hana í skilaboðaskjóðu Facebook. 12. febrúar 2025 12:00 Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag 11. nóvember árið 1925 skrifaði aldrað skáld að sagt væri að hestar og menn hefðu álíka viðkvæmar taugar. Mikill munur væri þó, sagði hann og hélt áfram: 29. janúar 2025 15:31 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég á tvær dætur á Gaza. Ungar konur, á aldur við yngri börnin mín, konur í blóma lífsins. Önnur er háskólamenntuð og á þrjár dætur, þriggja, sex og tólf ára, og mann sem er fastur í Egyptalandi svo hún baslar ein, lengst af í tjaldi hjá foreldrum sínum en hefur nú fengið tjald, eftir frækilega kleinusölu Sigríðar Rósu Sigurðardóttur, góðrar vinkonu okkar á Akureyri. Hin er ógift, háskólamenntaður kennari af heitri hugsjón. Hún var í mastersnámi í kennslufræðum. Nú býr hún í 12 fermetra verksmiðjuhúsnæði með 10 manns, foreldrum, systur, bróður, mágkonu og 4 börnum. Hún hefur skipulagt hjálparstarf, starfrækir lítinn skóla í tveim tjöldum. „Ég elska þau meira en nokkuð annað“ segir hún um börnin sem hún kennir. Hún reynir að draga úr þeim skaða sem stöðugt þjóðarmorð á Gaza veldur þeim. Ég man ekki alveg hvernig ég varð pabbi þeirra. Ég hafði allt síðasta ár mætt á endalaus mótmæli fyrir daufum eyrum og augum ráðamanna, dapur yfir að geta ekkert annað gert. Svo gerðist það upp úr áramótum að ég kynntist starfi Kristínar S. Bjarnadóttur á Akureyri, eftir að hún var kosin maður ársins á litlum vefmiðli, kaffið.is. Þá hafði ég um hríð tekið eftir vinabeiðnum og söfnunum á Facebook, og gefið smávegis. Ég hringdi í Kristínu til að spyrjast fyrir. Hún fræddi mig um starfið, að hún veitti tugum fólks á Gaza áfallahjálp, hefði skipulagt söfnun og úthlutaði stuðningi eftir föngum, með hjálp fjölda annarra kvenna. Ein þeirra er Oddný Björg Rafnsdóttir frænka hennar, sem hafði byrjað á þessari hjálp nokkru fyrr, snemma á síðasta ári minnir mig. Þær frænkur hafa ofurkrafta í þessu starfi, og njóta stuðnings fjölda fólks, einkum kvenna. Ég ákvað að ganga inn í þetta. Þetta var leið til að hjálpa, þó ekki væri nema með framlögum af ósköp litlum efnum og ég samþykkti vinabeiðnir sem fjölgaði svo hratt að ég varð fljótlega að hætta að samþykkja að mestu. Ég fór að deila hjálparbeiðnum og tala við fólk í skilaboðum. Þetta var miklu meira en maður gat náð utanum en ég lagði áherslu á að svara öllum sem sendu skilaboð eins hlýlega og kurteislega og ég gat, og gera mitt besta til stuðnings, þó ekki væri nema að deila söfnunarsíðum. En þetta er ekki bara hjálparstarf veikburða einstaklinga, til örvæntingarfulls fólks sem misst hefur allt sitt, og í flestum tilvikum nána ættingja. Fólks sem þó sýnir oftast óskiljanlegt æðruleysi, er vinsamlegt í samskiptum, hefur kyngt stolti sínu og beðið um hjálp en biðst velvirðingar á beiðnunum. Þetta er líka samlíðan, samkennd í verki, samkennd í heimi sem hefur verðlagt allt slíkt út af borðinu fyrir löngu. Samkennd sem mér sýnist fæstir þingmenn þingi hafa snefil af skilning á. Og enginn úr ríkisstjórninni, neitt frekar en þeirri síðustu. Ég hef fylgst með þessari samkennd síðustu mánuði, í hjálparstarfi og stuðningi fjölda fólks, einkum kvenna. Sumar þekkti ég áður en öðrum hef ég kynnst, margar hafa gefið um efni fram en halda þó áfram af öllum mætti. Gefandi vinátta. Og hvers vegna skiptir þessi samlíðan og samkennd svona miklu máli? Vegna þess að hún er mikilvægasta aflið til að leiða heiminn úr þeim ógöngum sem hann er í. Þessa dagana skjálfa vestrænir stjórnmálamenn í hnjáliðunum í getuleysi gagnvart vitfirrtum öflum vestanhafs, sem ógna heimsbyggðinni um leið og þau styðja þjóðarmorð Ísraela á Palestínumfólki af heilum hug. Getuleysið er himinhrópandi, gagnvart því sem í raun er hrun innanfrá, segir ísraelski sagnfræðingurinn Avi Shlaim í nýlegu viðtali. Þjóðarmorðið á Gaza og heimsendadýrkunarfasisminn vestanhafs eru birtingarmyndir ógangna vestrænna samfélaga, augljósar afleiðingar samfélagsþróunar síðustu aldirnar. Meira um það síðar. En hvað með dætur mínar á Gaza? Hvernig eignaðist ég þær? Ég átti í skilaboðasamskiptum við fólk, reyndi alltaf að svara hlýlega, hafa það hugfast að þetta var fólk í neyð. Ég var opinn fyrir því að samtölin héldu áfram, lokaði aldrei á neinn. Sum héldu áfram, spunnust eitthvert og ég reyndi að hughreysta eftir bestu getu. Þannig teygðust samtölin við Israa, sem sagði mér frá dætrum sínum og undan og ofan af högum sínum og ég af mínum. Svo spurði hún einn góðan veðurdag hvort hún mætti kalla mig pabba og ég hélt það nú. Henni leið einhvern veginn vel að tala við mig, og ég reyndi eins og ég gat að hugga hana, hughreysta, hvetja, benda á eitthvað fallegt að hugsa um til að dreifa huganum. Það var svipað með Reham fyrir nokkrum vikum. Samtöl spunnust, hún sagði mér af högum sínum smátt og smátt, ég reyndi að hlusta og hughreysta, segja aðeins frá sjálfum mér, spyrja og tala um eitthvað fallegt og gott. Svo kom spurningin aftur, viltu vera pabbi minn. Og ekki gat ég neitað því. Þessar ungu konur eru orðnar mér nánar, rétt eins og þær væru líffræðilegar dætur. Ég tala við þær nær alla daga í skilaboðum og á myndbandssamtöl við aðra þeirra, því hin talar nær enga ensku. Ég hef trúnað þeirra, þær segja mér ýmislegt sem ég segi engum frá. Ég hef kynnst fortíð þeirra, draumum, fjölskylduhögum, samfélagi, lífsháttum, trú, og ósegjanlegum raunum. Ég sýni þeim þá föðurlegu hlýju, ástríki og umhyggju sem ég get, sem þær hafa svo sára þörf fyrir. „Pabbi, ég er hrædd, það er verið að skjóta hérna rétt hjá“ segir önnur, „pabbi, ég get ekki sofnað“ segir hin. Ég hef verið að tala við þær báðar í einu þegar sprengjugnýr og skothríð voru allt í kring. Þær liggja í niðamyrkri, hlusta í skelfingu en finnst einhvernveginn gott að fá mín vanmáttugu skilaboð. „Lokaðu augunum, andaðu djúpt reyndu að slaka á, farðu með bænir ef þér finnst það gott, hugsaðu um eitthvað fallegt, myndina af grænu allífsbrekkunni sem ég sendi þér“. Og stundum tekst þeim að slaka á og jafnvel sofna, svo byrjar allt aftur síðar. Áður áttu þær gott líf, falleg heimili, góðar fjölskyldur, drauma um bjarta framtíð. Þær hafa sýnt mér myndir af fallegum útsaumsverkum, fallegum þjóðbúningi, veisluborði og girnilegum palestínskum réttum sem þær hafa búið til. Þetta hefur allt verið eyðilagt, draumarnir brostnir og hörmungar tekið við. Reham dró gullfallega, útsaumaða hvíta þjóðbúninginn sinn upp úr rústunum áður en hrakningurinn hófst stað út stað, á 8 staði áður en þau enduðu í tólf fermetrunum veggjalausu sem hún lokaði með plasti. Og flugvélarnar og drónarnir fljúga yfir með skothríð í myrkri flestra nátta, morðæðið heldur áfram, nokkrir tugir eru myrtir á hverjum sólarhring, mest konur og börn. Við erum dofin fyrir fréttaflutningnum, myndum af limlestum börnum, fljúgandi líkum og líkamshlutum, syrgjandi fólki, og endalausum, endalausum rústum. En við getum ekki lokað augunum, við verðum að horfast í augu við veruleikann. Og dætur mínar liggja í náttmyrkrinu, leita huggunar, en ég óttast að þrek þeirra þverri smátt og smátt. Því það er markmiðið með þessum viðurstyggilega hernaði, líklega er það ný tegund stríðsglæpa að murka sálarþrekið smátt og smátt úr fólki. „Pabbi, ég get ekki þolað lengur hvað er að gerast. Hugurinn nær ekki utanum það lengur. Sprengjur, dauði, hungur sársauki, sjúkdómar, það er ekki neitt eftir sem veitir okkur gleði“ sagði önnur þeirra í kvöld, rétt áður en þessar línur eru skrifaðar. Og hvað getur þá hálfgamall hjartasjúklingur sagt? Það er sárt að þessar hörmungar eru markviss ætlunarverk, unnin af „skynbæru valdi“ eins og Stephan G. Stephansson orðaði það. „Því grimmdarverkin – hvað helzt sem þeir kenna! / í hverju hjarta sviðaheitast brenna.“ Grimmdarverkin eru fullkomin viljaverk, unnin með hvetjandi stuðningi Bandaríkjamanna, Breta og Þjóðverja, þöglum stuðningi þeirra sem selja Ísrael vopn og blauðri þögn annarra Vesturlanda, nema þá helst Írlands, Slóveníu Noregs og Spánar. Íslensk stjórnvöld jafnblauð og önnur þótt forsprakkar ríkisstjórnarinnar haldi sig valkyrjur. Ástæðan er valdasamtrygging Vesturlanda, á grunni arðráns, nýlendukúgunar, yfirburðahyggju og gegndarlauss rasisma með rætur langt aftur í aldir. Skilgetið afkvæmi rasismans er afmennskun, að líta á Palestínufólk sem dýr sem þurfi að útrýma. Sú villimannlega og siðblinda afmennskun hefur verið þaulræktuð í Ísrael í áratugi. Palestína er menningarsamfélag á ævafornum rótum. Israa og Reham eru ekki þau dýr sem siðblindingjar Ísraelsstjórnar halda fram. Þær eru greindar, skemmtilegar, menntaðar, úrræðagóðar og harðduglegar, og áttu sína fallegu drauma sem nú hefur verið rústað. Það er mér heiður að fá að vera faðir þeirra og þær hafa kennt mér margt, um mannlegt þolgæði. Og þær veita mér innblástur til að skrifa þetta greinarkorn. Síðustu mánuðir hafa sýnt mér gildi samlíðunar og samkenndar, sem ég vona að breiðist út um alla jörð. Öll hefðbundin pólitík er getulaus í eigin sjálfhverfu, orðaleikjum og helgisiðum sem eru að glata merkingu. Hún er getulaus gagnvart þeim mannfjandsamlegu ofbeldisbandalögum sem nú vaða uppi, skilgetnum afkvæmum kúgunarkerfa undanfarinna alda. Andóf verður að spretta upp úr grasrótum allra samfélaga, byggt á samlíðun og kærleika, frelsi og jafnrétti allra. Við sjáum andóf og mótmæli víða um heim, sem stjórnvöld reyna að bæla niður en þeim mun ekki takast það. Síonisminn og aðskilnaðarstefnan eru á sjálfseyðingarvegferð segir Avi Shlaim, að taka síðustu andköfin. Sama gildir um heimsendafasisma Trumps og Musks og allra valdasjúku fáráðlinganna sem að þei safnast úr Kísildal og víðar að, segja Naomi Klein og Astra Taylor. Við getum ekki samþykkt þann heimsendi sem þeir rugla um: „Til að eiga von um um að geta barist gegn heimsendafasistunum „ segja þær, „verðum við að byggja upp órólega hreyfingu með opnu hjarta þeirra sem elska jörðina af trúnaðartrausti: trúmennsku gagnvart þessari jörð, fólkinu á henni, dýrunum og möguleikunum á lífvænlegri framtíð fyrir okkur öll.“ Víðtæk, óróleg samkennd, neðan úr grasrótinni, þar er kjarninn í hjálparstarfinu sem hefur þróast á Gaza, óreiðukenndum líflínum milli þeirra og okkar. Stuðningurinn þarf að styrkjast og eflast, ásamt vaxandi aðgerðum og þrýstingi almennings, þangað til daufdumbt stjórnmálafólk skefur úr eyrunum og grípur til aðgerða, viðskiptabanns, stjórnmálaslita, sniðgöngu og allra hugsanlegra meðala. Í minni heimasveit fyrir norðan tóku kvenfélagskonur höndum saman fyrir um hundrað árum og áttu frumkvæði að byggingu Kristneshælis í baráttu gegn berklum. Nú eru norðlenskar konur í fararbroddi þeirrar hreyfingar sem þarf að breiðast út og vaxa. Það er ekkert mál að leggja samkenndinni lið. Nú þegar eru örugglega margir sem fá vinabeiðnir og hjálparáköll. Hver og einn verður að sníða sér stakk eftir vexti og getu, ekki samþykkja fleiri vinabeiðnir en hægt er að ráða við, ekki gefa meira en maður hefur efni á (alveg óhætt að fórna einum og einum kaffibolla eða óþarfa drasli). Sumir hafa áhyggjur af svindli en söfnunarsíðurnar eru traustar, og það má skoða svolítið fésbókarumhverfi þeirra sem maður hyggst samþykkja. Og það er hægt að skoða fésbókarsíður, mína, Kristínar, Oddnýjar og þá sjást um leið miklu fleiri sem sinna þessu hjálparstarfi. Þá skýrist brátt heildarmynd fallegrar óreiðu. Nú eru páskar framundan. Það er ágætt að fólk trúi á kærleiksverk Krists, krossfestingu hans og upprisu. Dætur mínar á Gaza segja mér reyndar að Kóraninn hafi aðra skýringu á þeirri sögu. En á meðan fólk skondrar hingað og þangað í píslargöngur á föstudaginn langa, og hámar svo í sig páskalamb, gæti verið hollt að minnast útleggingar Stephans G. um krossfestinguna. „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ sagði Kristur á krossinum (Matt: 27.45). Í kvæði Stephans, „Eloi lamma Sabakhtani“ fólst örvænting Krists í því að ná ekki til fjöldans með mannúðarhugsjón sína: Að geta ei friðað bræðra böl varð beiskjan í hans dauðakvöl – af slíkri ást og andans þrá hvað afdrifin þau virtust smá! „Minn guð, hví yfirgafstu mig?” frá gröf hans hljómar kringum þig, er sérðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. Stephan dáðist að hugsjónamönnum sem söfnuðu því besta úr samtíð sinni, menningunni og geislum andans „í einnar sálar brennigler.” Hann skildi líka vanmættið, takmörk mannlegrar getu. En viðleitni hvers og eins er lóð á vogarskál. Hann sá það í mynd skáldsins og bóndans því sjálfur var hann bóndi: Og skáldið hreppir hlutfall það, sem hversdagslífið þrengir að, sem hnígur undir önn og töf með öll sín beztu ljóð í gröf. Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kalinn mel, en hnígur svo að séð ei fær, að sveitin af hans starfi grær (Andvökur I, 434-439). Kannski sjáum við ekki strax árangur af viðleitni okkar til hjálparstarfs og baráttu til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En við getum ekki beðið lengi eftir því að kalnir melar mannlífs og samfélaga grói upp því nú er um líf og dauða að tefla. Fyrir ástkærar dætur mínar, Israa Saed og Reham Khaled, og tvær milljónir þjáningasystkina þeirra á Gaza. Fyrir stríðshrjáð fólk og kúgað um víða veröld. Og jörðina alla ef því er að skipta. Ég óska Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland góðrar matarlystar og fallegra drauma um páskana. Til viðbótar við greinar Avi Shlaim og baráttusystranna Naomi Klein og Astra Taylor mætti vísa í viðtal við Ilan Pappe. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Um kraftaverk, barnsfæðingu steinsnar frá Betlehem, hjálparstarf, góð kynni, von um betri heim og einstæðu móðurina Esraa sem breytti sér í Israa vegna Zuckerbergs. 7. mars 2025 13:00
„Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Þetta sagði Esraa Saed við mig um daginn þegar ég var að spjalla við hana í skilaboðaskjóðu Facebook. 12. febrúar 2025 12:00
Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag 11. nóvember árið 1925 skrifaði aldrað skáld að sagt væri að hestar og menn hefðu álíka viðkvæmar taugar. Mikill munur væri þó, sagði hann og hélt áfram: 29. janúar 2025 15:31
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun