Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:33 Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun