Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:33 Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun