Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:33 Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að lifa í samfélagi þar sem viðurkenning, árangur og afrek eru oft talin mælikvarðar á virði manneskjunnar. Þar sem það virðist eins og virði okkar byggi á því sem við gerum og erum. Í slíkum veruleika er auðvelt að detta í þá gildru að tengja sjálfsvirði sitt við það sem maður nær eða afrekar. Það vekur upp spurningar um hvað það raunverulega er sem knýr okkur áfram. Spurningar eins og: Hvað knýr mig áfram? Hvað liggur að baki löngun minni til að ná markmiðum mínum - hvort sem það er í starfi, fjárhagslega, líkamsímynd, sambönd eða lífstíll? Við gætum verið að sækja eftir draumastarfinu, húsnæðinu eða lífsstílnum einfaldlega af því það er það sem við viljum af innri hvöt. En stundum búa að baki dýpri, ómeðvitaðar ástæður. Hvatar eða viðhorf sem við höfum ómeðvitað lært í gegnum samfélagið, menningu eða æsku. „Þegar ég næ þessu, þá verð ég nóg.“ „Þegar ég er komin/n í þetta hlutverk, þá má ég vera stolt/ur af mér.“ „Þegar ég lít svona út, þá á ég skilið ást.“ Margir halda ómeðvitað að verðugleiki sé eitthvað sem þarf að vinna fyrir. Að hann sé umbun fyrir dugnað eða að uppfylla ytri viðmið. Ég verð verðug/ur þegar ég fæ vinnuna. Ég verð verðug/ur þegar ég næ þessari þyngd. Ég verð verðug/ur þegar ég á X. En hvað ef það er öfugt? Hvað ef við myndum byggja líf okkar á þeirri forsendu að við séum nú þegar verðug og að markmið okkar spretti af kærleika, ekki skorti? Þegar við reynum stöðugt að sanna virði okkar með árangri, útliti eða viðurkenningu annarra, þá verðum við háð ytri mælikvörðum. Því meira sem við náum, því meira virðist vera í húfi. Við förum að lifa frá stað óöryggis - sem virkjar streitukerfi líkamans, sem býr til spennu, kvíða og tilfinninguna að við séum aldrei nóg. En við getum einnig virkjað annað kerfi, róunar- og öryggiskerfið (e. soothing system). Það virkjast þegar við mætum okkur með mildi, núvitund og tengingu. Það snýr ekki að því að laga sig eða verða „betri“ - heldur að vera með sér í hlýrri og öruggri nærveru. Hvað ef við myndum snúa þessu við og hugsa: Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að upplifa heilbrigðan líkama Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að eiga gott húsnæði Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið fjárhagslegt öryggi. Ég er verðug/ur og þess vegna á ég skilið að X. Þetta getur verið skrítið og jafnvel óþægilegt, sérstaklega ef við erum vön hinu hugarfarinu frá ungum aldri. En með æfingu í að tileinka okkur nýtt viðhorf og með því að rækta hlýjar og umhyggjusamar tilfinningar gagnvart sjálfum okkur, getum við smám saman gert þessa sýn að hluta af lífi okkar. Það þýðir ekki að við sleppum því að njóta þess að ná árangri, að fagna afrekum og viðurkenningum. Þvert á móti - við gerum það, en út frá stað innri ánægju. Tengd sjálfum okkur, og án þess að festa sjálfsvirði okkar við útkomuna. Við njótum leiðarinnar. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun