Fótbolti

Spiluðu ó­vart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þegar þessi mynd var tekin var Evrópudeildarlagið spilað á hæsta styrk.
Þegar þessi mynd var tekin var Evrópudeildarlagið spilað á hæsta styrk. Dan Mullan/Getty Images

Vandræðalegt atvik átti sér stað þegar spila átti lag Meistaradeildar Evrópu fyrir leik Aston Villa og París Saint-Germain í 8-liða úrslitum keppninnar. Þess í stað var Evrópudeildarlagið spilað.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en ljóst er að mörgum leikmönnum fannst þetta heldur skrítið. Þegar fréttin er skrifuð er staðan 0-2 á Villa Park og PSG því 5-1 yfir í einvíginu. Segja má að Frakkarnir séu því svo gott sem komnir með farseðilinn í undanúrslit.

Klippa: Spiluðu rangt lag á Villa Park

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×