Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:31 Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar