Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar 14. apríl 2025 10:00 Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar