Samfélagið á sögulega erfiðum stað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 19:00 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Valberg Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“ Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“
Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28