Þá verðum við í beinni útsendingu frá landsfundi Samfylkingarinnar sem fagnar 25 ára afmæli í ár. Fyrrverandi formenn flokksins voru heiðraðir í dag, en í ávarpi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og formanns flokksins varaði hún meðal annars við uppgangi jaðarflokka stjórnmálanna og öfgaöflum.
Þá lítum við inn á áhugaverðri listasýningu sem opnaði í dag þar sem falsanir og eftirlíkingar eru bornar saman við upprunaleg verk, og kíkjum á mislystugar kræsingar sem bornar hafa verið á borð á sérstökum matarkvöldum framreiðslunema í Menntaskólanum í Kópavogi.
Á vettvangi íþróttanna var mikið um að vera í enska boltanum, á Masters-mótinu í gólfi sem og í Formúlu eitt kappakstrinum.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: