Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 13. apríl 2025 08:02 Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun