Formaður og varaformaður Samfylkingar voru endurkjörin í forystu flokksins nú síðdegis, enda ein í framboði. Við verðum í beinni frá landsfundi flokksins og ræðum við Kristrúnu Frostadóttur.
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Við ræðum við Kára Stefánsson sem segir útkomuna ófyrirsjáanlega og telur ferlið fela í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum.
Þá hittum við þrjár fyrstu konurnar til að gegna stöðu prófessors við stærðfræði og kalla sig stærðfræði-Helgurnar, hittum útskriftarnema sem fögnuðu í bænum í dag og verðum í beinni frá Háskólabíó með Skítamóral sem fagnar afmæli hljómsveitarinnar með stórtónleikum í kvöld.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: