Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark 12. apríl 2025 21:00 Raphinha átti fyrirgjöf sem varnarmaður Leganes skaut óvart í eigið net. Image Photo Agency/Getty Images Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa. Börsungar voru mun betur spilandi í leiknum, eins og búast má við þegar toppliðið heimsækir næstneðsta lið deildarinnar. Marktækifærin voru þó af skornum skammti fyrir gestina en í upphafi seinni hálfleiks fengu þeir mark á silfurfati þegar Jorge Sáenz setti boltann óvart í eigið net eftir fyrirgjöf frá Raphinha, kantmanni Barcelona. Eftir að hafa lent undir þurfti Leganes að leita fram á við og þá opnaðist vörnin. Börsungar fengu nokkuð fín færi, Fermin Lopez var næstum því búinn að tvöfalda forystuna en skaut rétt framhjá. Leganes lét það ekki á sig fá og setti boltann í netið, en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa vegna rangstöðu og Börsungar sluppu með eins marks sigur. Sjö stig eru nú milli Barcelona og Real Madrid, en Madrídingar eiga leik til góða gegn Deportivo Alaves á morgun. Spænski boltinn
Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa. Börsungar voru mun betur spilandi í leiknum, eins og búast má við þegar toppliðið heimsækir næstneðsta lið deildarinnar. Marktækifærin voru þó af skornum skammti fyrir gestina en í upphafi seinni hálfleiks fengu þeir mark á silfurfati þegar Jorge Sáenz setti boltann óvart í eigið net eftir fyrirgjöf frá Raphinha, kantmanni Barcelona. Eftir að hafa lent undir þurfti Leganes að leita fram á við og þá opnaðist vörnin. Börsungar fengu nokkuð fín færi, Fermin Lopez var næstum því búinn að tvöfalda forystuna en skaut rétt framhjá. Leganes lét það ekki á sig fá og setti boltann í netið, en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa vegna rangstöðu og Börsungar sluppu með eins marks sigur. Sjö stig eru nú milli Barcelona og Real Madrid, en Madrídingar eiga leik til góða gegn Deportivo Alaves á morgun.
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti