Fótbolti

Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þórir Jóhann kom inn af varamannabekknum og lagði upp í fimmta sinn á tímabilinu, í fimmtánda deildarleiknum sem hann kom við sögu.
Þórir Jóhann kom inn af varamannabekknum og lagði upp í fimmta sinn á tímabilinu, í fimmtánda deildarleiknum sem hann kom við sögu. Gabriele Maricchiolo/NurPhoto via Getty Images

Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Juventus komst snemma yfir, Teun Koopmeiners skoraði á annari mínútu eftir stoðsendingu Dusan Vlahovic, sem gaf aðra stoðsendingu rúmum hálftíma síðar, þá á Kenan Yildiz sem tvöfaldaði forystuna.

Leikurinn var annars fremur jafn og bæði lið fengu færi, en Lecce gekk illa að skora. Þar til Þórir Jóhann trítlaði inn á völlinn á 77. mínútu og lagði upp mark tíu mínútum síðar fyrir Federico Baschirotto.

Nær komust gestirnir hins vegar ekki og eins marks tap varð niðurstaðan. Lecce situr því áfram í sautjánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti, þegar sex umferðir eru eftir af ítölsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×