Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 21:10 Elísa Viðarsdóttir lyftir bikarnum að leik loknum. Vísir/Jón Gautur Valur er meistari meistaranna í fótbolta kvenna en liðið lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Vals og sá til þess að Hlíðarendakonur bæta þessum titli við í bikarsafn sitt. Valsliðið glaðbeitt í leikslok. Vísir/Jón Gautur Breiðablik mætti til leiks sem ríkjandi Íslandsmeistari en Valur varð bikarmeistari eftir sigur gegn Blikum í bikarúrslitaleiknum síðasta haust. Liðin báru höfuð og herðar yfir önnur lið í Bestu-deildinni á síðasta keppnistímabili en þegar upp var staðið urðu Blikar Íslandsmeistarar eftir að hafa halað inn 61 stigum gegn 60 stigum Vals. Valskonur fóru vængjum þöndum inn í leikinn. Vísir/Jón Gautur Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en opnaðist svo eftir því sem leið á og um miðjan fyrri hálfleikinn brutu Valskonur ísinn og skoruðu markið sem skildli liðin að. Þar var að verki Jasmín Erla Ingadóttir sem fylgdi eftir skoti Helenu Óskar Hálfdánardóttur sem Katherine Devine varði vel og setti boltann í netið. Valskonur fagna sigurmarki Jasmínar Erlu. Vísir/Jón Gautur Edith Kristín Kristjánsdóttir fékk besta færi Blika til þess að jafna metin eftir að Birta Georgsdóttir, sem kom inná sem varamaður fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í hálfleik, átti þá góðan sprett og sendi boltann á Edith Kristínu sem brenndi af í dauðafæri. Bæði lið fengu fínar stöður og ágætis færi til þess að bæta við mörkum en leiknum lauk með 1-0 sigri Valsliðsins. Liðin hefja svo leik í Íslandsmótinu eftir helgi en Blikar fá Stjörnuna í heimsókn á þriðjudaginn kemur og Valur mætir FH á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Matthías: Varnarleikurinn var mjög þéttur „Við lögðum upp með að spila þéttan varnarleik í þessum leik og vera með ákveðnar varnarfærslur á hreinu. Það gekk vel upp og við gáfum fá færi á okkur. Að halda hreinu gegn Blikum er gríðarlega jákvætt og við tökum það með okkur inn í komandi verkefni,“ sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals. „Fyrir utan markið sköpuðum við nokkur fín færi til þess að bæta við marki og við getum tekið fjölmargt út úr þessum leik. Auðvitað getum við bætt eitthvað en mér finnst liðið vera á góðum stað núna þegar stutt er í mót,“ sagði hann enn fremur. Matthías segir Valsmenn vera með augun opin á leikmannamarkaðnum: „Við erum að leita að leikmönnum til þess að styrkja hópinn. Ég get hvorki sagt þér í hvaða stöður við erum að leita eða hvaða leikmenn við erum með í huga. Þú verður bara að fylgjast spenntur með,“ sagði Matthías léttur um stöðu mála hjá Val. Nik Chamberlain: Hefðum átt að jafna í seinni hálfleik „Háflleikarnir hjá okkur voru eins og svart og hvítt. Boltinn gekk mjög hægt í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik. Það var mun betri flæði í sóknarleiknum og við vorum nálægt því að jafna metin,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Við komum okkur trekk í trekk í góðar stöður og fengum góð skotfæri. Þær komust fyrir fjölmörg skot hjá okkur og við vorum ógnandi. Þrátt fyrir tapið þá förum við þokkalega sáttar frá þessum leik og hlökkum til framhaldsins,“ sagði hann þar að auki. „Við höfum verið að spila vel í vetur og þessi leikur var bara jávkætt framhald af því. Við förum fullar sjálfstrausts inn í leikinn við Stjörnuna á þriðjudaginn. Við erum búin að bíða lengi eftir því að Íslandsmótið byrji og það er mikil tilhlökkun í hópnum,“ sagði Nik sem freistar þess að verja Íslandsmeistaratitilinn. Nik Anthony Chamberlain fylgist með leiknum. Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Í raun var ekkert eitt atvik sem stóð upp úr í þessum leik en þarna voru tvö bestu lið landsins að mætast og það var stál í stál. Varnarleikurinn var frekar í fyrirrúmi að þessu sinni en sóknarleikurinn og liðin náðu ekki almennilega að opna hvort annað oft. Stjörnur og skúrkar Fanndís Friðriksdóttir var síógnandi á hægri vængnum hjá Val og Berglind Rós Ágústsdóttir átti góðan leik inni á miðjunni. Jasmín Erla skoraði markið sem skildi liðin að. Anna Rakel Pétursdóttir var öflug í vinstri bakverðinum. Fanndís Friðriksdóttir ógnaði með hraða sínum og boltatækni. Vísir/Jón Gautur Tinna Brá Magnúsdóttir, sem gekk til liðs við Val frá Fylki, síðasta haust þegar Fanney Inga Birkisdóttir söðlaði um til Häcken, átti góðan leik í marki Vals og varði nokkrum sinnum vel. Andrea Rut Bjarnadóttir var potturinn og pannann í þeim sóknum sem Blikar náðu að byggja upp. Birta Georgsdóttir átti góð innkomu í framlínu Breiðabliks. Barbára Sól Gísladóttir var aðgangshörð upp við mark Vals en náði ekki að klára sóknaraðgerðir sínar. Andrea Rut Bjarnadóttir var mikið í boltanum hjá Blikum. Vísir/Jón Gautur Dómarar leiksins Fór lítið fyrir Sveini Arnarssyni og aðstoðarmönnum hans, Tomasz Piotr Zietal, Jovan Subic og Stefáni Ragnari Guðlaugssyni. Þannig dómgæslu kann ég að meta og fá þeir þar af leiðandi átta í einkunn fyrir störf sín. Stemming og umgjörð Ungar stúlkur stóðu sig með stakri prýði við að styðja átrúnaðargoð sín hjá Breiðabliki. Ágætis mæting á Kópavogsvöll í kvöld á generalprufuna fyrir alvöruna sem fram undan er. Blikar peppa sig upp fyrir leikinn. Vísir/Jón Gautur Breiðablik Valur
Valur er meistari meistaranna í fótbolta kvenna en liðið lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Vals og sá til þess að Hlíðarendakonur bæta þessum titli við í bikarsafn sitt. Valsliðið glaðbeitt í leikslok. Vísir/Jón Gautur Breiðablik mætti til leiks sem ríkjandi Íslandsmeistari en Valur varð bikarmeistari eftir sigur gegn Blikum í bikarúrslitaleiknum síðasta haust. Liðin báru höfuð og herðar yfir önnur lið í Bestu-deildinni á síðasta keppnistímabili en þegar upp var staðið urðu Blikar Íslandsmeistarar eftir að hafa halað inn 61 stigum gegn 60 stigum Vals. Valskonur fóru vængjum þöndum inn í leikinn. Vísir/Jón Gautur Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en opnaðist svo eftir því sem leið á og um miðjan fyrri hálfleikinn brutu Valskonur ísinn og skoruðu markið sem skildli liðin að. Þar var að verki Jasmín Erla Ingadóttir sem fylgdi eftir skoti Helenu Óskar Hálfdánardóttur sem Katherine Devine varði vel og setti boltann í netið. Valskonur fagna sigurmarki Jasmínar Erlu. Vísir/Jón Gautur Edith Kristín Kristjánsdóttir fékk besta færi Blika til þess að jafna metin eftir að Birta Georgsdóttir, sem kom inná sem varamaður fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í hálfleik, átti þá góðan sprett og sendi boltann á Edith Kristínu sem brenndi af í dauðafæri. Bæði lið fengu fínar stöður og ágætis færi til þess að bæta við mörkum en leiknum lauk með 1-0 sigri Valsliðsins. Liðin hefja svo leik í Íslandsmótinu eftir helgi en Blikar fá Stjörnuna í heimsókn á þriðjudaginn kemur og Valur mætir FH á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Matthías: Varnarleikurinn var mjög þéttur „Við lögðum upp með að spila þéttan varnarleik í þessum leik og vera með ákveðnar varnarfærslur á hreinu. Það gekk vel upp og við gáfum fá færi á okkur. Að halda hreinu gegn Blikum er gríðarlega jákvætt og við tökum það með okkur inn í komandi verkefni,“ sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals. „Fyrir utan markið sköpuðum við nokkur fín færi til þess að bæta við marki og við getum tekið fjölmargt út úr þessum leik. Auðvitað getum við bætt eitthvað en mér finnst liðið vera á góðum stað núna þegar stutt er í mót,“ sagði hann enn fremur. Matthías segir Valsmenn vera með augun opin á leikmannamarkaðnum: „Við erum að leita að leikmönnum til þess að styrkja hópinn. Ég get hvorki sagt þér í hvaða stöður við erum að leita eða hvaða leikmenn við erum með í huga. Þú verður bara að fylgjast spenntur með,“ sagði Matthías léttur um stöðu mála hjá Val. Nik Chamberlain: Hefðum átt að jafna í seinni hálfleik „Háflleikarnir hjá okkur voru eins og svart og hvítt. Boltinn gekk mjög hægt í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik. Það var mun betri flæði í sóknarleiknum og við vorum nálægt því að jafna metin,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Við komum okkur trekk í trekk í góðar stöður og fengum góð skotfæri. Þær komust fyrir fjölmörg skot hjá okkur og við vorum ógnandi. Þrátt fyrir tapið þá förum við þokkalega sáttar frá þessum leik og hlökkum til framhaldsins,“ sagði hann þar að auki. „Við höfum verið að spila vel í vetur og þessi leikur var bara jávkætt framhald af því. Við förum fullar sjálfstrausts inn í leikinn við Stjörnuna á þriðjudaginn. Við erum búin að bíða lengi eftir því að Íslandsmótið byrji og það er mikil tilhlökkun í hópnum,“ sagði Nik sem freistar þess að verja Íslandsmeistaratitilinn. Nik Anthony Chamberlain fylgist með leiknum. Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Í raun var ekkert eitt atvik sem stóð upp úr í þessum leik en þarna voru tvö bestu lið landsins að mætast og það var stál í stál. Varnarleikurinn var frekar í fyrirrúmi að þessu sinni en sóknarleikurinn og liðin náðu ekki almennilega að opna hvort annað oft. Stjörnur og skúrkar Fanndís Friðriksdóttir var síógnandi á hægri vængnum hjá Val og Berglind Rós Ágústsdóttir átti góðan leik inni á miðjunni. Jasmín Erla skoraði markið sem skildi liðin að. Anna Rakel Pétursdóttir var öflug í vinstri bakverðinum. Fanndís Friðriksdóttir ógnaði með hraða sínum og boltatækni. Vísir/Jón Gautur Tinna Brá Magnúsdóttir, sem gekk til liðs við Val frá Fylki, síðasta haust þegar Fanney Inga Birkisdóttir söðlaði um til Häcken, átti góðan leik í marki Vals og varði nokkrum sinnum vel. Andrea Rut Bjarnadóttir var potturinn og pannann í þeim sóknum sem Blikar náðu að byggja upp. Birta Georgsdóttir átti góð innkomu í framlínu Breiðabliks. Barbára Sól Gísladóttir var aðgangshörð upp við mark Vals en náði ekki að klára sóknaraðgerðir sínar. Andrea Rut Bjarnadóttir var mikið í boltanum hjá Blikum. Vísir/Jón Gautur Dómarar leiksins Fór lítið fyrir Sveini Arnarssyni og aðstoðarmönnum hans, Tomasz Piotr Zietal, Jovan Subic og Stefáni Ragnari Guðlaugssyni. Þannig dómgæslu kann ég að meta og fá þeir þar af leiðandi átta í einkunn fyrir störf sín. Stemming og umgjörð Ungar stúlkur stóðu sig með stakri prýði við að styðja átrúnaðargoð sín hjá Breiðabliki. Ágætis mæting á Kópavogsvöll í kvöld á generalprufuna fyrir alvöruna sem fram undan er. Blikar peppa sig upp fyrir leikinn. Vísir/Jón Gautur
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti