Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar 11. apríl 2025 12:03 Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun