„Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 11:31 Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun