Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 12:01 Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustunar. vísir/vilhelm Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira