Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2025 06:00 Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun