ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 10:33 Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga. Vísir/Anton Brink Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi. Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi.
Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20