Viðskipti innlent

Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reikni­stofu bankanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Bilun hjá RB hefur áhrif á netbanka allra viðskiptabankanna.
Bilun hjá RB hefur áhrif á netbanka allra viðskiptabankanna.

Takmörkuð virkni hefur verið í netbönkum viðskiptabankanna í morgun sem rakið er til bilunar í búnaði hjá Reiknistofu bankanna. Einnig hefur virkni rafrænna skilríkja verið takmörkuð en Auðkennisappið hefur virkað.

Notendur netbanka hafa lent í erfiðleikum í morgun. Þeir hafa fengið tilkynningar þar um rekstrartruflanir sem hafi áhrif á aðgerðir í netbönkunum.

Í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna kemur fram að orsökin sé bilun í búnaði hennar. Unnið sé hörðum höndum að viðgerð.

Tilkynningar sem þessar hafa tekið á móti viðskiptavinum bankanna sem opnuðu heimabanka sína í morgun.Vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×