Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 07:30 „Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun