Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 18:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók á móti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið. EPA Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Trump tók á móti Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið á sjötta tímanum að íslenskum tíma. Fyrir fundinum lá að ræða um stríðið á Gasa, gísla sem enn eru í haldi og tollamál samkvæmt umfjöllun BBC. Til stóð að halda blaðamannafund að fundi þeirra loknum en honum var aflýst. Talsmenn Hvíta hússins sögðu að ekki væri verið að aflýsa blaðamannafundinum heldur einungis færa hann. Samkvæmt umfjöllun New York Times var í staðinn fyrir blaðamannafundinn ákveðið að Netanjahú og Trump myndu svara nokkrum spurningum á skrifstofu forsetans. Skrifstofan sé mun minni heldur en fjölmiðlaherbergið þar sem blaðamannafundurinn átti að vera og því komast mun færri blaðamenn að. Þá velja forsvarsmenn Hvíta hússins sérstaklega hvaða blaðamenn fá að vera viðstaddir og spyrja spurninga. Talið er að álag á forseta Bandaríkjanna vegna tollamálanna og aðkallandi spurninga sem Netanjahú þarf að svara, eftir blóðuga árás ísraelskra hermanna á fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasa, valdi því að hætt hafi verið við blaðamannafundinn. Einungis fjórir dagar eru síðan Trump lagði á tollgjöld á öll ríki heimsins, til að mynda tíu prósenta tollgjöld á íslenskar vörur og tuttugu prósent á Evrópusambandið. Mikið verðfall hefur verið á mörkuðum heimsins. Þá myrti ísraelski herinn fimmtán hjálparstarfsmenn, grófu þá í fjöldagröfum og lugu svo til um aðdraganda árásarinnar. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira
Trump tók á móti Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið á sjötta tímanum að íslenskum tíma. Fyrir fundinum lá að ræða um stríðið á Gasa, gísla sem enn eru í haldi og tollamál samkvæmt umfjöllun BBC. Til stóð að halda blaðamannafund að fundi þeirra loknum en honum var aflýst. Talsmenn Hvíta hússins sögðu að ekki væri verið að aflýsa blaðamannafundinum heldur einungis færa hann. Samkvæmt umfjöllun New York Times var í staðinn fyrir blaðamannafundinn ákveðið að Netanjahú og Trump myndu svara nokkrum spurningum á skrifstofu forsetans. Skrifstofan sé mun minni heldur en fjölmiðlaherbergið þar sem blaðamannafundurinn átti að vera og því komast mun færri blaðamenn að. Þá velja forsvarsmenn Hvíta hússins sérstaklega hvaða blaðamenn fá að vera viðstaddir og spyrja spurninga. Talið er að álag á forseta Bandaríkjanna vegna tollamálanna og aðkallandi spurninga sem Netanjahú þarf að svara, eftir blóðuga árás ísraelskra hermanna á fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasa, valdi því að hætt hafi verið við blaðamannafundinn. Einungis fjórir dagar eru síðan Trump lagði á tollgjöld á öll ríki heimsins, til að mynda tíu prósenta tollgjöld á íslenskar vörur og tuttugu prósent á Evrópusambandið. Mikið verðfall hefur verið á mörkuðum heimsins. Þá myrti ísraelski herinn fimmtán hjálparstarfsmenn, grófu þá í fjöldagröfum og lugu svo til um aðdraganda árásarinnar.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira