Forsetahjónin á leið til Noregs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 17:41 Norsku konungshjónin og forsetahjón Íslands. Forseti Íslands Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira