Innlent

Hval­fjarðar­göng lokuð vegna bilaðs bíls

Kjartan Kjartansson skrifar
Bílar í röð fyrir utan lokunarpóst við munna Hvalfjarðargangnanna.
Bílar í röð fyrir utan lokunarpóst við munna Hvalfjarðargangnanna. Aðsend

Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur.

Tilkynnt var um lokunina á vefsíðu Vegagerðarinnar klukkan 14:19. Þar stóð aðeins að göngin væru lokuð vegna bíls sem sé bilaður.

Á mynd sem vegfarandi sem var á leið í norðurátt sendi Vísi sást lokunarskilti sem á stendur „Óhapp, sjúkrabíll“.

Gögnin voru opnuð aftur rétt um klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×