Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Aron Guðmundsson skrifar 7. apríl 2025 12:31 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Samsett mynd Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“ HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra ráðlagði HSÍ að landsleikir Íslands við Ísrael yrðu spilaðir fyrir luktum dyrum þar sem upplýsingar væru til staðar um ólgu og hita í tengslum við leikina. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er fyrir botni Miðjarðarhafs gerði greiningarsvið ríkislögreglustjóra áhættugreiningu í tengslum við leikina og var þetta niðurstaðan. Ísland mætir Ísrael í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Þýskalandi og Hollandi í lok árs. Leikirnir fara fram 9. og 10. apríl og verða báðir leiknir hér á landi. Starfsfólk HSÍ sat undirbúningsfund í morgun þar sem að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði sambandið vera að vinda ofan af ákvörðun gærdagsins. „Við erum núna bara að undirbúa viðburðinn miðað við þær forsendur,“ segir Róbert Geir í samtali við Vísi. „Vorum með undirbúningsfund hér á skrifstofunni í morgun með starfsfólki og reynum að undirbúa þetta svo þetta verði sem allra best fyrir alla.“ Er embætti Ríkislögreglustjóra með í þeim undirbúningi? „Ríkislögreglustjóri er áfram með aðkomu að málinu þar sem um er að ræða Ísrael. Þetta er flókin skipulagning þegar um er að ræða þessa þjóð í augnablikinu þannig við erum áfram í góðu samstarfi og samtali við yfirvöld og Ríkislögreglustjóra.“ Verður öryggisgæsla fyrir utan höllina á meðan á leikjunum stendur? „Ég geri ráð fyrir því að það verði mjög öflug gæsla í kringum vettvanginn eins og hefði verið ef áhorfendum hefði verið hleypt á leikinn. Það er svo sem ekki mikil breyting á því.“ Aðgengi fjölmiðla að leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins í aðdraganda leiksins hefur ekki verið neitt í aðdraganda fyrri leiksins. Engir fjölmiðlahittingar eins og hefur tíðkast fyrir fyrri leiki liðsins en ákvörðun um framhaldið í þeim efnum liggur fyrir síðar í dag. „Við tökum ákvörðun um það síðar í dag. Við gerum ráð fyrir því að fjölmiðlar fái aðgengi að liðinu að einhverju leiti já.“ Þá liggur það ekki fyrir hvort að meðlimum úr stuðningsmannasveitinni Sérsveitin fái leyfi til þess að styðja við íslenska landsliðið úr stúkunni. „Endanleg ákvörðun þess efnis hefur ekki verið tekin og því ótímabært að segja til um það. Þetta er náttúrulega ákvörðun sem var tekin í gær og stuttur tími liðinn síðan þá. Núna erum við að fara yfir málið frá A-Ö og sjá hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki undir þessum kringumstæðum.“ Ekkert í aðdraganda leiksins hafi kveikt á viðvörunarbjöllum hjá starfsfólki HSÍ í tengslum við leikinn se m og gefið þeim ástæðu til þess að ákvarða að skynsamlegt væri að leika fyrir luktum dyrum. „Hugur okkar er því til að mynda í að skipuleggja viðburði eins og handboltaleiki. Hins vegar er það Ríkislögreglustjóra og greiningardeildinni að meta áhættur í þjóðfélaginu. Hvað sé ráðlagt og hvað ekki. Við höfum engar forsendur til þess að hvorki efast eða meta hvort að þeirra ráðleggingar séu réttar. Við höfum bara ekki færni í það eðli málsins samkvæmt. Við treystum bara þeirra mati og förum eftir því, enda ekki stætt á öðru.“ Eitthvað tekjutap hlýst af því að leika fyrir luktum dyrum. „Það hleypur á hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Það er umræða sem við munum þurfa að taka fyrir í kjölfarið.“
HSÍ Landslið kvenna í handbolta Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira