Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar 6. apríl 2025 06:31 Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun