Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 18:09 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07