Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 18:09 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07