Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 13:23 Þorgerður Katrín ræðir hér við Marco Rubio. Með þeim eru David Lammy og Antonio Tajani, utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“ Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“
Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira