Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 10:27 Egill Helgason myndaður árið 2019. Þá voru sjálfsafgreiðslukassarnir að ryðja sér til rúms í matvöruverslunum. Sex árum síðar er Egill gallharður í afstöðu sinni; hann hatar kassana. Vísir/Vilhelm Egill Helgason bókarýnir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlarýnir hefur fengið sig full saddan. Hann stingur af því tilefni niður penna og upplýsir fylgjendur sína í þúsundatali um afstöðu sína til sjálfsafgreiðslukassa: „Ég hata - sjálfsafgreiðslu í búðum.“ Sjálfsafgreiðslukassarnir hófu innreið sína í stóru matvöruverslanir landsins fyrir um sex árum. Þeir mættu töluverðri mótspyrnu framan af og þá sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Gert var grín að þeim í Áramótaskaupinu og viðbrögðum fólks. Strax árið 2021 töldu forsvarsmenn Krónunnar allt að áttatíu prósent viðskiptavina nota kassanna til matarkaupa og má ætla að hlutfallið sé enn hærra í dag. Þá hafa Krónan og Bónus tekið í notkun öpp sem gera fólki kleift að skanna vörurnar jafnóðum og ganga svo út úr versluninni án þess að nota téða sjálfsafgreiðslukassa. En Egill, sem verður 66 ára síðar á árinu, er langþreyttur á kössunum, hreinlega hatar þá. Og af ummælunum að dæma við færslu Egils eru skoðanir afar skiptar. Bjarni Sigtryggsson spyr, hvers vegna hann hati kassana? „Þetta er þægilegt, gengur hraðar fyrir sig og er nútíma þróun. Alveg eins og þegar hætt var að nota lyftuverði og fólki treyst fyrir því að ýta sjálft á takkana.“ Egill útskýrir að það sé hryllilega leiðinilegt og óþægilegt að nota kassana. „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum.“ Fjölmargir taka undir með Agli og segjast ekki nota kassana. Enn er hægt að fá persónulega afgreiðslu á yfirleitt einum til tveimur kössum í stóru matvöruverslununum. Þorfinnur Ómarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður sem býr í Brussel og París, segir kassana engu máli skipta. „Bara ópersónulegri og leiðinlegri heimur, því miður svo margt sem er að þróast í þá átt. Og oft er reyndar bara verið að hafa af manni peninga með nýjum aðferðum,“ svarar Egill. Eðvarð Lárussonar tónlistarskólakennari tekur undir með Agli. Þetta sé skítleiðinlegur heimur. „Sem skipti máli því þessu fylgir kúltúrbreyting, sem felur í sér svo margt slæmt, sem fólk keppist við að taka ekki eftir, oft í ljósi meðvirkninnar sem þarf til að finnast þetta „framför“.“ Viðskiptavinir Bónus á kassanum árið 2019. Í þessari verslun nýta nú flestir sjálfsafgreiðslukassa eða snjallforrit til að skanna vörur inn jafnóðum.Vísir/Sigurjón Fjölmargir segja að verslanirnar ættu að veita þeim sem afgreiða sig sjálfir afslátt. Framkvæmdastjórar verslananna hafa á móti bent á að hagræðing á borð við þessa skili sér í lægra vöruverði. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur tekur undir með Agli. „Veröldin er að fyllast af gömlum einverum sem einangrast æ meira með degi hverjum. Meiri mannleg samskipti takk. Oft er þetta eina veran sem maður nær sambandi við í heilan dag, fyrir utan köttinn ... afgreiðsluveran.“ Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur talar með svipuðum hætti. „Ég fer aldrei á sjálfsafgreiðslukassa ef ég kemst hjá því. Finnst gaman að spjalla við kassakonurnar í Fjarðarkaupum. Þær segja mér að hjá sumum kúnnum sé þetta stundum eina samtal dagsins. Þótt ég hafi fleira fólk að tala við finnst mér öll vinsamleg samskipti vera endurnærandi og vil ekki sleppa þeim.“ Brynhildur Björnsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sér hlutina í öðru ljósi. Telur að fataverslanir gætu lært af matvöruverslunum. „Við afgreiðum okkur sjálf í banka, matvörubúðum og bensínstöðvum og einu sem gáfu afslátt fyrir sjálfsafgreiðslu voru bensínstöðvar. Hinir stinga launamuninum í vasann. Af hverju er ekki sjálfsafgreiðsla í fatabúðum? Þar mættu vera fleiri að aðstoða við að finna föt og færri á kassa. Já og svo Gripið og Greitt. Þá ertu stundum Gripin og athugað hvort þú hefur Greitt og þú sem notaðir þessa aðferð til að flýta þér.“ Þá uppgötvar Sara Óskarsdóttir, oft kölluð pírati, að þau Egill séu um margt ólík. „Mér finnst þetta svo miklu betra - nenni ekki að einhver sé að káfa á öllu sem ég kaupi og tala við mig með blank expression í stökum orðum og mónótón (langoftast),“ segir Sara. Eyþór Laxdal, fyrrverandi borgarfulltrúi, varar Egil við því að þetta sé bara byrjunin. Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, segir tæknilegar framfarir stundum fela í sér afturför. „Það fer eftir geðþótta sjónvarpsins okkar hvort við fáum að sjá sjónvarp eða ekki og það stillir sig sjálft á eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Áður gat maður sjálfur stjórnað sjónvarpinu, það hafði ekki sjálfstæðan vilja.“ Hallveigu Rúnarsdóttur söngkonu leiðast kassarnir. „En ég er fremur hrifin af systeminu í Krónunni þar sem maður notar símann sinn og skannar, setur svo beint ofan í pokann og þarf bara að bera símann upp við tæki til að vera hleypt út. Líf mitt varð um það bil 7% betra við Skannað og skundað!“ Halla Signý Kristjándóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumistöð Vestfjarða segir um eðlilega þróun að ræða. „Símstöðvar voru líka voða næs, einhver sem svarði „Miðstöð“ og gaf svo símann áfram, kom svo inn í símtalið og upplýsti um fjölda viðtalsbila en svo urðu tækiframfarir. Það gerist.“ Líklega er enginn afdráttarlausari við þráð Egils en Drífa Kristjánsdóttir. „Ég nota aldrei sjálfsafgreiðslu, frekar fer ég út og kaupi ekkert.“ Matvöruverslun Tækni Verslun Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Sjálfsafgreiðslukassarnir hófu innreið sína í stóru matvöruverslanir landsins fyrir um sex árum. Þeir mættu töluverðri mótspyrnu framan af og þá sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Gert var grín að þeim í Áramótaskaupinu og viðbrögðum fólks. Strax árið 2021 töldu forsvarsmenn Krónunnar allt að áttatíu prósent viðskiptavina nota kassanna til matarkaupa og má ætla að hlutfallið sé enn hærra í dag. Þá hafa Krónan og Bónus tekið í notkun öpp sem gera fólki kleift að skanna vörurnar jafnóðum og ganga svo út úr versluninni án þess að nota téða sjálfsafgreiðslukassa. En Egill, sem verður 66 ára síðar á árinu, er langþreyttur á kössunum, hreinlega hatar þá. Og af ummælunum að dæma við færslu Egils eru skoðanir afar skiptar. Bjarni Sigtryggsson spyr, hvers vegna hann hati kassana? „Þetta er þægilegt, gengur hraðar fyrir sig og er nútíma þróun. Alveg eins og þegar hætt var að nota lyftuverði og fólki treyst fyrir því að ýta sjálft á takkana.“ Egill útskýrir að það sé hryllilega leiðinilegt og óþægilegt að nota kassana. „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum.“ Fjölmargir taka undir með Agli og segjast ekki nota kassana. Enn er hægt að fá persónulega afgreiðslu á yfirleitt einum til tveimur kössum í stóru matvöruverslununum. Þorfinnur Ómarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður sem býr í Brussel og París, segir kassana engu máli skipta. „Bara ópersónulegri og leiðinlegri heimur, því miður svo margt sem er að þróast í þá átt. Og oft er reyndar bara verið að hafa af manni peninga með nýjum aðferðum,“ svarar Egill. Eðvarð Lárussonar tónlistarskólakennari tekur undir með Agli. Þetta sé skítleiðinlegur heimur. „Sem skipti máli því þessu fylgir kúltúrbreyting, sem felur í sér svo margt slæmt, sem fólk keppist við að taka ekki eftir, oft í ljósi meðvirkninnar sem þarf til að finnast þetta „framför“.“ Viðskiptavinir Bónus á kassanum árið 2019. Í þessari verslun nýta nú flestir sjálfsafgreiðslukassa eða snjallforrit til að skanna vörur inn jafnóðum.Vísir/Sigurjón Fjölmargir segja að verslanirnar ættu að veita þeim sem afgreiða sig sjálfir afslátt. Framkvæmdastjórar verslananna hafa á móti bent á að hagræðing á borð við þessa skili sér í lægra vöruverði. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur tekur undir með Agli. „Veröldin er að fyllast af gömlum einverum sem einangrast æ meira með degi hverjum. Meiri mannleg samskipti takk. Oft er þetta eina veran sem maður nær sambandi við í heilan dag, fyrir utan köttinn ... afgreiðsluveran.“ Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur talar með svipuðum hætti. „Ég fer aldrei á sjálfsafgreiðslukassa ef ég kemst hjá því. Finnst gaman að spjalla við kassakonurnar í Fjarðarkaupum. Þær segja mér að hjá sumum kúnnum sé þetta stundum eina samtal dagsins. Þótt ég hafi fleira fólk að tala við finnst mér öll vinsamleg samskipti vera endurnærandi og vil ekki sleppa þeim.“ Brynhildur Björnsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sér hlutina í öðru ljósi. Telur að fataverslanir gætu lært af matvöruverslunum. „Við afgreiðum okkur sjálf í banka, matvörubúðum og bensínstöðvum og einu sem gáfu afslátt fyrir sjálfsafgreiðslu voru bensínstöðvar. Hinir stinga launamuninum í vasann. Af hverju er ekki sjálfsafgreiðsla í fatabúðum? Þar mættu vera fleiri að aðstoða við að finna föt og færri á kassa. Já og svo Gripið og Greitt. Þá ertu stundum Gripin og athugað hvort þú hefur Greitt og þú sem notaðir þessa aðferð til að flýta þér.“ Þá uppgötvar Sara Óskarsdóttir, oft kölluð pírati, að þau Egill séu um margt ólík. „Mér finnst þetta svo miklu betra - nenni ekki að einhver sé að káfa á öllu sem ég kaupi og tala við mig með blank expression í stökum orðum og mónótón (langoftast),“ segir Sara. Eyþór Laxdal, fyrrverandi borgarfulltrúi, varar Egil við því að þetta sé bara byrjunin. Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, segir tæknilegar framfarir stundum fela í sér afturför. „Það fer eftir geðþótta sjónvarpsins okkar hvort við fáum að sjá sjónvarp eða ekki og það stillir sig sjálft á eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Áður gat maður sjálfur stjórnað sjónvarpinu, það hafði ekki sjálfstæðan vilja.“ Hallveigu Rúnarsdóttur söngkonu leiðast kassarnir. „En ég er fremur hrifin af systeminu í Krónunni þar sem maður notar símann sinn og skannar, setur svo beint ofan í pokann og þarf bara að bera símann upp við tæki til að vera hleypt út. Líf mitt varð um það bil 7% betra við Skannað og skundað!“ Halla Signý Kristjándóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumistöð Vestfjarða segir um eðlilega þróun að ræða. „Símstöðvar voru líka voða næs, einhver sem svarði „Miðstöð“ og gaf svo símann áfram, kom svo inn í símtalið og upplýsti um fjölda viðtalsbila en svo urðu tækiframfarir. Það gerist.“ Líklega er enginn afdráttarlausari við þráð Egils en Drífa Kristjánsdóttir. „Ég nota aldrei sjálfsafgreiðslu, frekar fer ég út og kaupi ekkert.“
Matvöruverslun Tækni Verslun Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira