Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 20:33 Kjartan Logi Sigurjónsson er stöðuvörður. Vísir/Bjarki Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan. Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan.
Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira