Bæði vonbrigði og léttir Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að nú verði vinaþjóðir að standa saman. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“ Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Þorgerður segir að nú muni Íslendingar meta stöðuna, líkt og önnur ríki séu að gera, og reyna að finna farsæla lausn á þessu með Bandaríkjunum. Á morgun hyggst hún að boða til fundar með fulltrúum atvinnulífsins og fulltrúa frá bandaríska sendiráðinu. „Þetta er eitthvað sem við ætlum að fara yfir yfirvegað. Við ætlum að greina, meta stöðuna og ekki síst vera í miklu samráði við atvinnulífið um þá stöðu sem upp er komin. Við viljum auðvitað finna mjög farsæla lausn á þessu alvarlega málið í gegnum uppbyggilegt samtal við Bandaríkin,“ segir Þorgerður Katrín en fréttastofa náði að tali af henni örskömmu eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. „Við Íslendingar höfum alltaf átt í góðu sambandi og samskiptum við Bandaríkin. Vöruskipti okkar hafa verið í jafnvægi, þannig að báðar þjóðir hafa hagnast á viðskiptunum. Ég verð að segja að það eru að einhverju leyti vonbrigði að sjá þessa mikilvægu bandamenn okkar hækka tolla á innflutning okkar fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað. Okkar markaður er mjög opinn fyrir bandarískan innflutning,“ segir Þorgerður. Á skjön við reglurnar sem Bandaríkjamenn settu á fót Líkt og hefur komið fram mun tíu prósenta tollur leggjast á ísland. Þá mun Evrópusambandið fá tuttugu prósenta toll, og Noregur fimmtán prósent. „Við erum með tíu prósent. Ég sé að aðrar þjóðir koma misvel undan þessu. Viðhorf okkar Íslendinga í gegnum tíðina er að það er mikilvægt fyrir þjóðir, ekki síst litlar þjóðir eins og okkur, að hafa greiðan og opinn aðgang að mörkuðum, að það sé frelsi. Að einhverju leyti er þetta á skjön við þessar alþjóðlegu leikreglur í viðskiptum, sem Bandaríkin komu að sjálf mestu upp,“ segir Þorgerður. „Ég er náttúrulega fylgjandi þessum opna frjálsa markaði. Hærri tollar, óvissa og ófyrirsjáanleiki er ekki í þágu útflytjanda frekar en einhverra annarra.“ Ekki rétt að etja vinaþjóðum saman Var einhver léttir að sjá Ísland í þessum lágmarksflokki? „Já já, auðvitað er það þannig. En það breytir ekki því að stóra myndin er sú, sem mér finnst erfitt að horfa upp á, að það er svolítið verið að etja líkt þenkjandi þjóðum saman,“ segir Þorgerður. „Ríkin sem eru að tala fyrir opnum og frjálsum mörkuðum, lýðræði og mannréttindum, við eigum að standa saman. Við eigum ekki að etja hvoru öðru gegn hvoru öðru. Við viljum ekki sjá okkar vinaþjóðir koma verr eða illa út úr þessu. Það má ekki gerast að þjóðirnar sem hafa staðið saman fari núna út og suður.“
Bandaríkin Utanríkismál Skattar og tollar Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira