Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 18:55 Magnús Þór Torfason tekur við stöðunni í júlí. HÍ/Kristinn Ingvarsson Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu. Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu.
Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira