Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 18:55 Magnús Þór Torfason tekur við stöðunni í júlí. HÍ/Kristinn Ingvarsson Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu. Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Magnús tekur við starfinu þann 1. júlí næstkomandi af Stefáni Hrafni Jónssyni sem hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Magnús hefur verið forseti Viðskiptafræðideildar HÍ frá því sumarið 2023. Félagsvísindasvið er fjölmennasta fræðasvið skólans en innan þess eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá HÍ en Magnús lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og til viðbótar cand.sci. gráðu í fyrrnefndu greininni frá HÍ. Hann er enn fremur með m.phil. gráðu og doktorspróf í stjórnun frá Columbia Business School í Bandaríkjunum. Setið í stjórn nýsköpunarfyrirtækja og vísissjóðs Magnús starfaði sem lektor við Harvard Business School á árunum 2010 til 2014. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands árið 2014, fékk framgang í starf dósents árið 2020 og í starf prófessors árið 2024. Hann hefur stýrt námsleið í nýsköpun og viðskiptaþróun innan HÍ frá upphafi og undanfarin ár haft umsjón með nýsköpunarnámskeiðinu Kveikju (e. Spark Social) sem opið er nemendum af öllum fræðasviðum HÍ og frá háskólum innan Aurora-háskólanetsins. Hann er stjórnarformaður vísisjóðsins Frumtak Ventures og hefur einnig setið í stjórn ýmissa nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Rannsóknir Magnúsar eru sagðar spanna vítt svið og snerta meðal annars nýsköpun, tengslanet í atvinnulífi og annars staðar í samfélaginu, hönnunarhugsun og nýtingu hennar, rafmyntir og viðbrögð Íslendinga við COVID-19-faraldrinum. „Það er mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseta Viðskiptafræðideildar, sem næsta forseta Félagsvísindasviðs. Magnús er afar vel í stakk búinn að takast á við þau verkefni sem fram undan eru og þær áskoranir og þau tækifæri sem Félagsvísindasvið stendur frammi fyrir,“ segir Jón Atli Benediktsson, fráfarandi rektor Háskóla Íslands í tilkynningu.
Vistaskipti Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira