„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2025 19:39 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, íbúi í Varmahlíð og varaþingmaður, fer um þennan veg daglega. Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent