Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun