Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun