Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2025 12:25 Einar Sveinn Jónsson, slökkviðliðsstjóri í Grindavík, ræðir við Kristján Má Unnarsson, fréttamann, í hádegisfréttatíma vegna eldgossins við Grindavík 1. apríl 2025. Vísir Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum